Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 92

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 92
L ÍFEYRISS JÓÐIR – FRAMTÍÐARHORFUR OG ÓVISSUÞÆTTIR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 92 Aldurstengd réttindi Sumir lífeyrissjóðir hafa tekið upp það fyrirkomulag að lífeyrisréttindi, sem félagsmenn öðlast fyrir sama iðgjald, séu mishá eftir aldri þeirra. Væntanlega liggja réttlætissjónarmið að baki þessu vali. Óréttlátt sé að ávöxtun af iðgjöldum þeirra sem ganga ungir í sjóðinn sé varið til að greiða lífeyri annarra sem komi í sjóðinn seinna á starfsævinni. Aldurstenging réttinda stefnir að því að hver iðgjaldagreiðsla myndi réttindi sem svari til þess lífeyris sem vænta megi að hún dugi til að greiða. Til að meta réttindi fyrir iðgjald við tiltekinn aldur þarf því að spá raunvöxtum þar til ellilífeyrisgreiðslum lýkur og einnig gefa sér dánarlíkur, reglur um eftirlaunaaldur og líkur á öðrum útgjöldum sem sjóðurinn gæti þurft að greiða vegna félagsmanna. Mynd 11 sýnir dæmi um aldurstengda réttindaöfl un. Til einföld- unar hefur aðeins verið reiknað með útgjöldum vegna örorku- og elli- lífeyris. Fylgt er grunnforsendum um ævilíkur en reiknað fyrir hvort kyn fyrir sig. Þarna vantar maka- og barnalífeyri sem kosta sjóðina meira vegna karla, og kostnaður við rekstur sjóðanna er væntanlega sá sami fyrir bæði kyn. Línuritin á myndinni sýna því heldur meiri mun á rétt- indum sem hægt er að veita fyrir iðgjöld karla og kvenna en ætti við í raunverulegum sjóði við núgildandi reglur. En örorku- og ellilífeyrir eru miklu stærri útgjaldaliðir svo að raunverulegur munur er mikill og stafar af því að konur lifa lengur og meiri líkur eru á að þær verði öryrkjar. Myndin sýnir lífeyri sem hundraðshluta launa sem 10% iðgjald var greitt af. Erfi tt er að breyta skipulagi lífeyrissjóða án þess að það komi á ein- hvern hátt ójafnt niður á félagsmönnum. Auk almennra lagaákvæða, sem kynnu að eiga við slíkar breytingar, þurfa þær að hlíta skilyrðum um lágmarkstryggingavernd. Augljóst er að breyting frá kerfi með jafnri ávinnslu réttinda til aldurstengdrar réttindaöfl unar getur haft mikil og ólík áhrif á hag einstakra félagsmanna eftir aldri þeirra og þarf að gæta að því við skiptin10. En hugum að áhrifum af óvissu um ýmsa þætti sem reikna þarf með við aldurstengingu lífeyrisréttinda. Við útreikning á réttindum fyrir iðgjald 25 ára gamals félagsmanns þarf að nota dánarlíkur frá 25-100 ára og örorkulíkur frá 25-65 ára. Þær dánar- og örorkulíkur, sem reiknað hefði verið með fyrir 30 árum ættu illa við nú og lítil ástæða er til að ætla að núverandi viðmiðanir muni endast betur. Alvarlegust er þó óvissan um fjármagnstekjur. Munurinn á réttindaöfl un eftir aldri ræðst af raunvöxtum. Til að reikna hvernig réttindi eiga að breytast með aldri þarf að þekkja raun- vaxtaferilinn frá því að iðgjald er greitt og þar til síðustu eftir launaþegar árgangsins deyja. Þau aldursbundnu réttindi, sem nú er verið að veita, byggjast því á spá stjórna lífeyrissjóðanna um vexti fram yfi r árið 2080. Hér hefur verið venja að reikna með að þegar fram í sækir verði raun- vextir 3,5%. Mynd 12 sýnir meðaltal af reiknuðum ferlum karla og kvenna við þrjár forsendur um raunvexti. Hæsti og lægsti ferillinn sýna útkomuna miðað við 3,5% og 2,5% raunvexti. Miðferillinn sýnir rétt- indin sem fást ef vextir lækka um 0,1 prósentustig á ári, frá 3,5% í 2,5%, eftir 40 ára aldur. Frá 50 ára aldri er sá ferill því eins við 2,5% vexti. 10. Bjarni Guðmundsson, 2004. 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 Konur Karlar 65605550454035302520 Mynd 11 Aldurstengd réttindavinnsla1 Hlutfall af launum (%) 1. Miðað við 10% iðgjald af launum og 3,5% raunvexti. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 Breytilegir raunvextir 2,5% raunvextir 3,5% raunvextir 66615651464136312621 Mynd 12 Aldurstengd réttindavinnsla1 Raunvextir (%) 1. Miðað við meðaltal samkvæmt dánar- og örorkulíkum karla og kvenna, 10% iðgjald af launum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.