Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 53
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
53
að smæð markaðarins þrýstir vöxtum til tiltekins tíma niður um þessar
mundir, að mestu óháð væntingum um verðlag og vexti.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
Á síðustu árum hefur verið haft til hliðsjónar að gjaldeyrisforðinn
sé sem næst verðmæti þriggja mánaða innfl utnings vöru til landsins,
m.v. sögulega þróun síðustu 5 ára. Lágmarksstærð gjaldeyrisforðans
er endurmetin árlega. Styrking íslensku krónunnar hefur þó valdið því
að verðmæti hans í íslenskum krónum hefur rýrnað, þótt staða hans
í erlendum gjaldmiðlum hafi verið lítt breytt. Mat á gjaldeyrisforða
hefur nú verið endurnýjað og að þessu sinni virðist ekki mikil þörf
á stækkun en ljóst að hann þarf að vaxa lítillega og hyggst bankinn
kaupa gjaldeyri á næsta ári í því skyni að styrkja forðann. Seðlabankinn
annast gjaldeyrisviðskipti fyrir ríkissjóð og á þessu ári er sennilegt að
bankinn kaupi jafnvirði 25 ma.kr. á árinu vegna þarfa hans. Ríkis sjóður
hefur markvisst unnið að því að lækka erlendar skuldir sínar og nýtti
m.a. stóran hluta þeirra tekna sem einkavæðing Símans gaf í aðra hönd
til að greiða niður erlendar skuldir. Ríkissjóður hefur einnig búið í hag-
inn vegna erlendra skulda sem gjaldfalla á næsta ári en hyggst kaupa
gjaldeyri til viðbótar fyrir 10 ma.kr. á næsta ári til að greiða niður öll er-
lend lán sem unnt verður að greiða. Þar að auki falla til vaxta greiðslur
fyrir 3,5 ma.kr. á næsta ári og verður einnig keyptur gjaldeyrir til að
mæta þeim. Samtals er því áætlað að kaupa 5 m. Bandaríkjadala á
viku hverri á næsta ári vegna þarfa ríkissjóðs og til þess að bæta í gjald-
eyrisforðann, eða alls um 16 ma.kr. á öllu árinu m.v. núverandi gengi.
Umfangið minnkar frá því sem verið hefur síðan í september og verður
til áramóta, þ.e. úr 2,5 m. Bandaríkjadala fi mm sinnum í viku í 2,5 m.
dala tvisvar í viku. Fyrirkomulagið verður óbreytt, þ.e. Seðlabankinn
kaupir gjaldeyri fyrir opnun markaða að morgni.
Áhrif ríkissjóðs
Lausafjárhreyfi ngar ríkissjóðs hafa oft töluverð áhrif á íslenskum pen-
ingamarkaði. Um þessar mundir er lausafjárstaða hans með sterkasta
móti og að auki var innlendur hluti einkavæðingarfjár Símans lagður
inn í Seðlabankann. Afl eiðing þessa er að u.þ.b. 60 ma.kr. hafa horfi ð
úr hringrás peningamarkaðarins og það fé verða bankar síðan að sækja
til Seðlabankans í formi endurhverfra viðskipta eins og sjá má á mynd
5. Við þetta aukast áhrif stýrivaxta Seðlabankans og bit peningastefn-
unnar verður hvassara. Fjármögnunarkostnaður bankanna eykst og
þeir verða að bregðast við með því að hækka vexti sína, enda er sú
raun in. Vextir á millibankamarkaði fyrir lán í krónum (umreiknaðir í
ávöxtun) hafa að meðaltali verið hærri en nemur ávöxtun stýrivaxta í
öllum tímalengdum nema í daglánum og 9 og 12 mánaða lánum en
áhrif útgáfu krónubréfa á lengstu lánin hafa áður verið rakin.
Skin og skúrir í verðbréfafjárfestingu
Fjárfesting innlendra aðila í erlendum verðbréfum hefur verið all nokkur
á síðustu misserum. Á árinu 2004 voru keypt erlend verðbréf fyrir um
76 ma.kr. umfram sölu. Frá janúar til septemberloka á þessu ári keyptu
Íslendingar erlend verðbréf fyrir um 66 ma.kr. Innlendir aðilar voru
nettó á kauphlið í öllum mánuðum frá byrjun árs 2004. Aðra sögu er
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
Mynd 5
Staða endurhverfra viðskipta Seðlabankans
Vikulegar tölur 4. janúar - 15. nóvember 2005
Ma.kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
j f m a m j j á s o n
PM054_MOA.indd 53 6.12.2005 14:04:17