Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 52
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 52 Stýrivaxtahækkun Seðlabanki Íslands hækkaði vexti sína í lok september um 0,75 prósent- ur. Hækkunin virtist koma markaðsaðilum nokkuð á óvart en greining- ardeildir höfðu spáð hækkun um 0,25 til 0,5 prósentur. Skilaboð bankans um áframhaldandi strangt aðhald í peningamálum virtust einnig skorinorðari en markaðsaðilar höfðu vænst. Í kjölfar vaxtahækk- unarinnar styrktist gengi krónunnar og vextir, sérstaklega skemmstu vextir á millibankamarkaði fyrir krónur, hækkuðu u.þ.b. í samræmi við hækkun stýrivaxtanna. Vextir lengstu samninga hækkuðu þó minna og má rekja það til varna vegna krónubréfanna sem gefi n voru út á al þjóðlegum markaði og smæðar markaðar hér á landi. Þróun helstu vaxta Seðlabankans og vaxta á millibankamarkaði með krónur má sjá á mynd 3. Ávöxtun íbúðabréfa hækkaði talsvert Frá því að íbúðabréf voru kynnt til sögunnar um mitt síðasta ár hefur ávöxtunarkrafa þeirra verið lág, samanborið við sögulega ávöxtun verðtryggðra bréfa hér á landi. Á tímabili fór ávöxtun íbúðabréfa niður fyrir 3,5% sem benti til þess að markaðurinn væri drifi nn áfram af kaupendum sem þyrftu ekki að skeyta því viðmiði sem hérlendir líf eyr is sjóðir sæta. Í september tók ávöxtun íbúðabréfa að stíga og reis hæst í skemmsta fl okknum sem er á lokagjaldaga 2014. Ekki liggur fyrir hvað olli þessari hækkun en mögulegt er að þrengri lausafjárstaða, sem m.a. stafar af hárri stöðu ríkissjóðs í Seðlabankanum hafi átt þarna hlut að máli. Einnig er mögulegt að væntingar um litla verðbólgu á allra næstu mánuðum hafi leitt til þess að fjárfestar hafi fremur kosið að kaupa óverðtryggð verðbréf. Þróun ávöxtunar íbúðabréfa má sjá á mynd 4. Er vaxtarófið marktækt? Peningar eru verðlagðir með vöxtum. Að jafnaði má lesa væntingar mark aðar úr vöxtum til mislangs tíma. Framboð og eftirspurn á markaði mynda jafnvægisstöðu sem lýsir afstöðu markaðarins. Þetta er þó ekki al gilt því að markaðsbrestir geta breytt jafnvæginu og þá um leið þeirri mynd sem raunverulega endurspeglar væntingar markaðsaðila. Smæð mark aðar hér á landi getur t.d. leitt til markaðsbrests sem torveldar eðli lega vaxtamyndun. Dæmi um þetta mátti m.a. sjá þegar Lánasýsla ríkisins afl étti skyldum viðskiptavaka vegna fl okks ríkisvíxla en í útboði lentu víxlarnir nær allir á einni hendi og því ljóst að verðmyndun þeirra gat ekki orðið eðlileg og skylda viðskiptavaka óframkvæmanleg. Ann að dæmi er þróun vaxta á skemmsta fl okki ríkisbréfa (RB 2007) og lengstu vaxta á millibankamarkaði með krónur. Mikil eftirspurn fjár festa, sem voru að verja gengis- og vaxtaáhættu útgefenda krónu bréfa, leiddi til þess að vextir á þessum bréfum/lánum hafa verið lág ir, svo lágir að vaxtamyndunin hefur ekki verið trúverðug. Útgáfa krónubréfa var um miðjan nóvember komin upp fyrir 114 ma.kr. og meginhluti hennar er til eins til þriggja ára. Um 85-90% af þessari útgáfu eru varin fyrir áhrifum gengisbreytinga íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjald- miðlum, samkvæmt því sem upplýsingar Seðlabankans gefa til kynna, en markaðsvirði ríkisbréfafl okksins sem best hentar til varna er ein ungis 26 ma.kr. Varnirnar eru því vafalítið í ýmsu öðru formi en ljóst má vera 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 Þriggja mánaða millibankavextir (3 M) Eins dags millibankavextir (O/N) Stýrivextir Seðlabankans (umreiknaðir í flata vexti) Daglánavextir Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 4. janúar - 16. nóvember 2005 % j f m a m j j á s o n 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 HFF 150644 HFF 150224 HFF 150914 Mynd 4 Raunávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 1. júní - 16. nóvember 2005 % Heimild: Seðlabanki Íslands. júní júlí ágúst sept. okt. nóv. PM054_MOA.indd 52 6.12.2005 14:04:17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.