Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 14 III Fjármálaleg skilyrði Fjármálaleg skilyrði smám saman að verða aðhaldssamari Eftir hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,75 prósentur í september hafa fjármálaleg skilyrði orðið töluvert aðhaldssamari og meira að hald er í vændum. Miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið hef ur miðað áfram, allt til vaxta verðtryggðra langtímaskuldabréfa. Jafn framt hef - ur gengi krónunnar hækkað verulega og gert lántöku í erlendri mynt óhagkvæmari, geri lántakendur ráð fyrir að raungengið leiti jafnvægis á ný. Á móti vegur að vaxandi útgáfa erlendra að ila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefur leitt til aukinnar eftir spurnar eftir inn lend- um skuldabréfum og þrýst niður vöxtum skuldabréfa með eins til fimm ára líftíma. Mikilvægasta breytingin á fjármálalegum skil yrðum frá septembermánuði er án efa hækkun vaxta húsnæðisveðlána. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur hækkað veru lega frá því stýrivextir voru hækkaðir í lok september. Áhrifanna gætir að fullu eftir að vextir íbúðalána til einstaklinga hafa almennt hækkað, en það ferli er aðeins nýhafið. Langtímavextir teknir að hækka erlendis Vextir í þeim löndum þar sem íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sækja sér helst lánsfé eru enn mjög lágir. Frá septembermánuði hafa vextir langtímaskuldabréfa þó hækkað töluvert bæði í Evrópu og N- Ameríku. Bandaríski seðlabankinn hefur haldið áfram að hækka vexti jöfnum skrefum. Eftir hækkun í byrjun nóvember eru stýrivextir bank- ans nú komnir í 4%, en þeir urðu lægstir 1% á tímabilinu júní 2003 til júní 2004. Í ljósi efnahagsþróunarinnar (sjá kafla II) hafa líkur á vaxta hækkun Seðlabanka Evrópu einnig vaxið, en stýrivextir bankans eru enn aðeins 2%. Haldi þessi þróun áfram, sem virðist líklegt, mun það hafa veruleg áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar á Íslandi en til þessa hafa hinir lágu vextir erlendis spornað gegn því að hækkanir á stýrivöxtum Seðlabankans leiði til almennrar hækkunar á vöxtum. Síðustu aðgerðir Seðlabankans virðast hafa haft áhrif á væntingar um þróun stýrivaxta næstu missera Eingreiðsluferill óverðtryggðra verðbréfa hefur hækkað í takt við síð - ustu hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Hækkunin endurspeglast einn- ig í hækkun ferils fólginna framvirkra vaxta sem notaður hefur verið sem vísbending um væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum. Virðist síðasta hækkun hafa verið heldur meiri en markaðurinn vænti ef miðað er við framvirka vexti. Þrátt fyrir að vaxtaferillinn hafi hliðrast upp á við í kjölfar síðustu vaxtahækkunar hefur lögun hans í raun lítið breyst. Samkvæmt fólgna framvirka vaxtaferlinum er enn gert ráð fyrir að stýrivextir Seðla bankans nái hámarki tiltölulega fljótlega og verði þá 10,75% en lækki fljótlega aftur og verði komnir í um 7% í lok árs 2007 sem er um 1 prósentu hærra en í september sl. Við fyrstu sýn virðist því mega ætla að síðustu aðgerðir Seðlabankans hafi haft tiltölulega lítil áhrif á væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta umfram það að hliðra vaxtaferlinum öllum upp á við. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 Evrusvæði Bandaríkin 2005200420032002 Heimild: EcoWin. % Mynd III-1 Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 2002 - 11. nóvember 2005 2 4 6 8 10 12 200520042003200220012000199919981997 Íbúðabréf (HFF 15 0434) Spariskírteini (RIKS 15 1001) Stýrivextir Seðlabankans Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-3 Stýrivextir og ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Vikulegar tölur 8. janúar 2003 - 8. nóvember 2005 Mynd III-2 Stýrivextir Seðlabankans og vextir á peningamarkaði Vikulegar tölur 4. janúar 2002 - 11. nóvember 2005 2 4 6 8 10 12 14 2005200420032002 Eins dags vextir Þriggja mánaða vextir Stýrivextir Seðlabankans % Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.