Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
31
VII Ytri jöfnuður
Viðskiptahallinn í ár gæti orðið enn meiri en spáð var
í september
Í september spáði Seðlabankinn að viðskiptahalli á þessu ári yrði rúm-
lega 14% af landsframleiðslu sem er svipaður halli og á fyrri helmingi
ársins. Nú virðist stefna í að hallinn verði heldur meiri. Frávikið frá
sept emberspánni skýrist annars vegar af óhagstæðum vöruviðskiptum
undanfarna mánuði og hins vegar af enn frekari styrkingu gengis
krón unnar. Haldist raungengi áfram jafn hátt og gert er ráð fyrir í
spánni mun það draga úr útflutningi og örva innflutning. Nú er spáð
að viðskiptahallinn í ár verði u.þ.b. 15½% af landsframleiðslu. Á
næstu tveimur árum dregur úr hallanum og verður hann kominn í
tæp lega 7% árið 2007. Áætlað er að tæplega helming halla þessa árs
og næsta árs megi rekja beint og óbeint til innflutnings tengds stór-
iðjuframkvæmdum en einungis um þriðjung halla ársins 2007. Hafa
verður í huga að í spánni er gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum og gengi.
Í ljósi þess að raungengi krónunnar er um þessar mundir með því
hæsta sem það hefur orðið um áratuga skeið verður að telja ólíklegt
að þessar forsendur haldi.
Vöruskiptahalli aldrei verið meiri en í ár
Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam tæplega 72 ma.kr. fyrstu níu
mánuði ársins. Tæplega helmingur hallans á því tímabili féll til á þriðja
fjórðungi ársins. Lauslega áætlað gæti halli á vöruviðskiptum fyrstu níu
mánuði ársins hafa numið u.þ.b. 10% af landsframleiðslu. Flest bend-
ir til þess að mjög mikill halli verði einnig á síðasta fjórðungi ársins,
enda fjárfesting í áliðju og orkuverum í algleymingi, flugvélakaup fyrir-
sjá anleg og engin merki um að farið sé að draga marktækt úr vexti
innfluttrar neysluvöru. Að auki hefur gengi krónunnar styrkst verulega
sem ýtir enn frekar undir hallann næstu mánuði. Því má áætla að vöru-
skiptahallinn muni nema meira en 100 ma.kr. á árinu sem er met.
Jöfnuður þjónustuviðskipta jafnan jákvæður á þriðja
fjórðungi ársins
Á móti auknum halla á vöruviðskiptum vegur að árstíðarbundin sveifla
er í þjónustujöfnuði á þann veg að jafnan er nokkur afgangur á þriðja
fjórðungi ársins. Ætla má að þessi árstíðarsveifla haldi sér, enda er í
spánni gert ráð fyrir töluvert meiri þjónustuútflutningi á síðari helmingi
þessa árs en í fyrra. Þó verður að setja þann fyrirvara að gengisþróunin
gæti einnig haft töluverð áhrif á þjónustujöfnuðinn, þótt sá þátt ur
þjón ustuútflutnings sem vaxið hefur hvað mest að undanförnu,
þ.e.a.s. samgöngur, sé tiltölulega ónæmur fyrir gengisbreytingum.
Mikil óvissa um þáttateknajöfnuð
Jöfnuður þáttatekna hefur verið nokkuð sveiflukenndur undanfarin ár.
Meginástæða þessara sveiflna er liðurinn endurfjárfestur hagnaður af
beinni erlendri fjárfestingu sem vegur sífellt þyngra eftir því sem bein
fjárfesting innlendra aðila erlendis hefur aukist. Á öðrum fjórðungi
árs ins vó endurfjárfestur hagnaður að miklu leyti upp vaxtahallann og
kom þannig í veg fyrir enn meiri viðskiptahalla. Í gegnum árin hef ur
-35
-25
-15
-5
5
15
Ma.kr.
Þáttatekjujöfnuður
Þjónustujöfnuður
Vöruskiptajöfnuður
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VII-1
Undirþættir viðskiptajafnaðar
1. ársfj. 1996 - 2. ársfj. 2005
Rekstrarframlög talin með þáttatekjum
20052001199919971995 2003
-15
-12
-9
-6
-3
0
3
6
200520032001199919971995
Mynd VII-2
Vöruviðskiptajöfnuður
janúar 1995 - september 20051
Ma.kr.
1. Á föstu gengi miðað við vöruviðskiptavog.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.