Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 2

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 2
2 GLÓÐAFEYKIR Fylgt úr hlaði, Nokkur af stærri samvinnufélögum landsins eru þegar byrjuð að gefa ut félagstiðindi. Eru það fræðslurit um ýmsa starfsemi félaganna, svo sem stutt ágrip af fundargerðum, lýsing A fram- kvæmdum, sem yfir standa, og öðru, sem er framundan. Möro- af félösrunum höfðu áður la2,t nokkra stund á almenna fræðslu um samvinnumál en leggja nú rneiri rækt en áður við hagnýtar upþlýsingar um störf félaganna á hinum ýmsu sviðum, og ekki sízt leiðrétta misskilning, senr allt of oft ríkir meðal ýmissa félagsmanna, varðandi rekstur og daglegar framkvæmdir. Ritið vill verða tengiliður rnilli stjórnenda félaganna og félags- manna og veita nróttöku tillögunr til endurbóta, umkvörtunum og fyrirspurnum, og vinna að leiðréttingu eftir því senr unnt er, þvi œtið er skylt að hafa það, er sannara reynist. Ljóðlínurnar eftir St G. St., senr eru „mottó" þessa heftis, eiga eiga að sýna vilja þeirra, sem standa í fylkingarbrjósti samvinnu- félaganna. Bak við þá stendur fjöldinn. Þeinr er vel kunnugt unr þarfir þessa fólks, þrár þess og langanir, vilja þess og getu, og vilja eðli- lega sem flest og best fyrir það vinna. — Það er þeirra þrá og frami. Misskilningur, síngirni og sundrung eru þau sker, senr lang- flestir stranda á, bæði þjóðir og einstaklingar. En sannleiksleit og samheldni er kraflameðalið. Viðkynning og viðskiptin vinga jarðarlýðinn. (St. G. St.)

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.