Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 34
34
GLÓÐAFEYKIR
heimafyrir. Að sjálfsögðu myndi leggjast kostnaður á vöruna við
flutning hennar frá Sauðárkróki til Varmahlíðar, en lrann myndi
verða hverfandi lítill hjá því, sem það kostar nú bændur að flytja
nauðsynjar sínar þessa leið, þar sem heilir bílfaimar yrðu fluttir,
og um þennan kostnað yrði ekki að ræða á þeim vörum, sem K. S.
flytur úr fjarlægum landshluta á bílum, og mun það vera all-
mikið magn af vörum.
Með því að koma upp útibúi í Varmahlíð, myndi K. S. inna af
hendi dýrmæta þjónustu við okkur, sem framhéraðið byggjum, og
ég vil segja þjónustu, sem sjálfsagt er að láta okkur í té hið fyrsta
og strax og fært þykir.
Frá upphafi samvinnunnar í landinu hefir það verið megin-
hlutverk kaupfélaganna í landinu að sinna því tvíþætta verkefni,
að taka á móti framleiðslu félagsmanna sinna og koma henni í
það verð, sem bezt er fáanlegt á hverjum tíma, svo og að útvega
viðskiptamönnum þær vörur, sem þeir þurfa að kaupa úr kaup-
stað, fyrir sannvirði. Á miklu ríður fyrir afkomu manna, að þessi
störf séu vel af höndum leyst og þess gætt í hvívetna, að hagsýni
og fyrirhyggja sé í fyrirrúmi. A hinu veltur og mikið, að dreifing
vörunnar sé með þeim hætti, að hún verði hvort tveggja í senn, sem
kostnaðarminnst og hagfelldust sem verða má. Með útibúi Iv. S. í
Varmahlíð yrði miklu betur séð fyrir þeirri hlið verzlunarmála
okkar en nú er, hvað okkur Skagfirðinga hér fremra í héraðinu
snertir.
Framhéraðsbúi.