Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 14

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 14
14 GLÓÐAFF.YKIR Frá aðalfundi Mjólkursamlagsiiis 1954. Þegar litið er yfir hag og rekstur samlagsins þetta síðastliðna ár, másegja að allt hafi gengið sæmilega vel. Að vísu er mjólkurmagnið of lítið, en fer þó örlítið vaxandi, eða um 28 þús. lítri á ári. Það er 1.4%. Ekki er hægt að segja að flutningserfiðleikar á árinu væru mjög njjklir, þar sem snjóalög voru einungis yfir apríl mánuð. Þó komst ekki mjólk til samlagsins úr Hóladeild um t\ eggja vikna tíma. og samlagið lagði beint fram til snjómoksturs rúml. 21 þús. kr. Sú nýbreytni var upptekin, að frámleiða ost til útflutnings. svo- nefndan ,,Gauda“-ost. Er það 45% feitur ostur, gerður í sérstökum eikarostamótum, sem anta þurfti frá Danmörku. Þeim sem reynt liafa þennan ost hér á landi, þykir hann lostæti. — Nú er enn ný- breytni á ferðinni. að vísu í undirbúningi: er það bræddur ostur. „Smelte-ost." í hann er notaður ostur sem er ekki markaðsliæfur vegna smágalla. í þennan ost er blandað rjóma og öðru góðgæti og settur í sérstaklega fínar umbúðir. Öll þessi nýbreytni og fjölbreytni spáir góðu. Allt er betra en láta mjólkurafurðir skemmast vegna lélegrar sölu innan lands.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.