Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 36

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 36
36 GLÓÐAFEYKIR 1. flokks dilkakjöti, kr. 13.00 pr. kg. af gærum og kr. 13,50 pr. kg. af óþveginni ull. Arið 1954 fengu framleiðendur greitt fyrir afurðir um 11 millj. króna, og er það 2 milljónum meira en árið áður. Félagið tók til sölumeðferðar all mikið magn af hrossakjöti og er fullnaðarverð ákveðið kr. 9,50 pr. kg. fyrir folaldakjöt og kr. 9,00 pr. kg. af eldri hrossum. Nokkur halli hefir orðið á fisktöku, en að öðru leyti hefir rekstur félagsins gengið vel og er fjárhagsafkoman góð. Éndurgreitt verður til félagsmanna 6% af ágóðaskyldri úttekt, 3% í stofnsjóð og 3% í reikninga. Unnið var að byggingu slátur og frystihússins og er þeirri fram- kvæmd að mestu lokið. Innréttuð var fatnaðarbúð r ið \ efnaðarvöruverzlun félagsins. Kjöt- búðin stækkuð og byggður frysti- og kæliklefi í sambandi við hana. Ymsar aðrar breytingar og endurbætur voru gerðar á eldri hús- um. í sumar er ákveðið að byggja bifreiða og vélaverkstæði og hefja undirbúning að stækkun og breytingum á skrifstofum og verzlunar- húsnæði félagsins. Fjárhagsafkoma Bifreiða- og vélaverkstæðisins undanfarin ár hef- ir verið góð, en húsnæði þess er algjörlega ófullnægjandi. Úr þessu á nú að bæta og auka um leið starfsemi þess. Verzlunarhús félagsins eru gömul og óhagkvæm, þrátt fyrir mikl- ar endurbætur, þarf þar um að bæta. En það er ekki allt hægt að að gera á skömmum tíma, þótt aðkallandi og nauðsynlegt sé. Fjár- festingin hefir verið mikil lijá félaginu og raunar á öllu félagssvæð- inu síðustu árin. Skagafjörður var orðin á eftir öðrurn héruðum í byggingarmálum og ekki síst Kaupfélagið sjálft. Á þessu hefir orðið gjörbreyting, þrátt fyrir lánsfjárskort, sauðfjárpestir og stöðugt rýrnandi gildi krón- unnar. Félagið mun hafa lagt á milli 9 og 10 milljónir króna í fjár- festingu á tiltölulega fáum árum. Þessár framkvæmdir voru allar nauðsynlegar og þoldu enga bið, um það munu flestir sammála. En þótt mikið hafi áunnist fyrir félagslega samvinnu og samtök og ef til vill óeðlilega mikið miðað við eðlilega þróun fjárfestinga- mála, eru óþrjótandi verkefni framundan. Verkefni sem kaupfélagsmenn — samhuga og sameinaðir munu farsællega leysa, það hefir reynslan sýnt. Sveinn Guðmundsson.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.