Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 24

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 24
24 GLÓÐAFEYKIR \ið samstarfsmenn um öll hin vandasömustu mál félae'ssamtak- o anna. Það er öllum vitanlegl, að samvinnufélögin njóta sín ekki nema þar fari saman andleg starfsemi og fjárhagslegar framkv'æmdir til al- mennra þarfa. Ef samvinnumenn skortir trú á mannbætandi þvð- ingu samstarfsins. þá stoðar lítið þó fésýslan gangi sköruléga, og ef fésýslan er í ólagi þá stoða lieldur ekki fagrar hugsjónir. I \el starfræktu samvinnufélagi, fer jafnan saman fjörugt andlegt líf og þróttmiklar framkt-æmdir. í Bandaríkjunum hefir \erið óslitin stjórnmálaþróun frjálsrar þjóðar í meira en hálfa aðra öld. Alla þá stund hafa Bandaríkin beitt frjálsum stjórnarháttum. Það sem mest einkennir þetta skipu- lag er, að leiðtogar þjóðarinnar korna sífeldlega fram fyrir alþjóð manna og segja borgurunum hug sinn allan, um vandamál líðandi stundar. Þar myndast ekki gjár milli foringjanna og liðsmannanna. Hér á landi verða samvinnufélögin að fvlgja þessu vestræna fon dæmi. Annars getur andleg ísöld lagst yfir landið. Sem betur fer, er vandinn auðleystur. YTið öll samvinnufélög landsins starfa kaupfélagsstjórar og fjöl- margir starfsmenn sem eru ágætlega færir til þess að tiilka fyrir félaosmönnum öll vandamál samstarfsins. \’ið mörg hin meiri vanda- sömu störf í kaupfélögum landsins, starfa nú læris\'einar mínir úr Samvinnuskólanum. á undangengnum 35 árum. Þessir menn og margir aðrir samlterjar, eru \'el fallnir til þess að hafa með höndum hér svipaða fræðsluforystu um málefni samt'innufélaganna. eins og leiðtogar Bandaríkjanna standa fvrir í sínu landi. .!• J- Skagafjörður. „Frá Málmey að Hofdalahjarni, þig hlýlega breiðirðu fjörðurinn minn. Og ennþá finnst brott numdu barni að bestur og rýmstur sé faðmurinn þinn." Svo kvað Stephan G. Stephanssen, er hann kom heim 1917, eftir 50 ára burtveru.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.