Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 19
GLÓÐAFEYKIR
19
Slátur- og frystiMsið.
15. okt. var að l'ullu lokið við að setja niður allar vélar og leggja
leiðslur í hið stóra og gkesilega slátur- og fisktökuhús Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hefir smíði þess og frágangur allur
staðið yfir í 3 ár. Þó var hægt að slátra í því og frysta kjöt í fyrra-
haust, eins og kunnugt er.
Hefir vélaverkstæði Björgvins Friðrikssen í Reykjavík séð um
ajla niðursetningu vélanna og smíðað allt, sem snríða þurfti þar til.
Björgrtn Friðrikssen var staddur á Sauðárkróki þennan dag og
afhenti stjórn og framkvæmdarstjóra allt það mikla verk, er verk-
stæði hans hafði tekið að sér að sjá um.
Við þetta tækifæri bauð framkvæmdarstjóri bæjarstjórn Sauðár-
króks, sýslumanni Skagfirðinga, nokkrum bændum og fleiri að vera
viðstaddir afhendingu og lýsingu Björgvins á stærð og afkastagetu
vélanna og ýmsu fleira. A eftir var öllum viðstöddum boðið til síð-
degisdrykkju í hinum stóra og vistlega matsal starfsfólks frystihúss-
ins, og skemmtu menn sér þar við ræðuhöld og samspjall góða
stund.
Húsið er 3000 ferm. að grunnfleti. Allir vinnusalir og frysti-
geymslur eru á einu gólfi. A suðvestur hluta hússins eru tvær hæð-
ir. Er á efri hæðinni matsalur, eldhús og snyrtiklefar fyrir starfs-
fólkið.