Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 29

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 29
GLÓÐAFEYKIR 29 björn Jónsson byggingameistari til Sauðárkróks til að athuga allar aðstæður viðkomandi samlagsbyggingunni, og teiknaði hann húsið. Var bygging hafin vorið eftir og lokið fyrrihluta sumars 1935 og stjórnaði því verki Hróbjartur Jónasson bóndi á Hamri. Mjólkur- salan hófst svo í júlí það sumar. Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri á Akureyri, var okkar ráðu- nautur og besta hjálparhella um allt fyrirkomulag og útvegun allra véla, og réði síðan norskan mjólkurfræðing, — því þá voru fáir íslendingar, sem voru því starfi vaxnir, — ágætan mann, sem því miður starfaði hér stutt. Alls mun samlagið — með öllum vélum — hafa kostað rúmar 200 þúsund krónur. Haustið 1933 var ég fengnin til að ferðast um það svæði, sem líklegast væri til þátttöku, og grennslast um, hversu mikil þátt- takan yrði, því ekki þótti leggjandi upp með minna en 200 kýr- nytar. Hélt ég fundi í þeim 9 hreppum, sem nú leggja inn mjólk hjá Samlaginu, og voru viðtökur hinar beztu og yfirleitt mikill áhugi fyrir málinu, er um jafnmikið nymæli var að ræða. En mesti þröskuldurinn, fyrir þátttökunni, var vegaleysið, því segja mátti að hin afskekktari byggðalög væru með öllu veglaus, nema yfir húsumarið. Alls hafði ég upp loforð fyrir 188 kyornytum, og með það var hafizt handa og lagt í byggingu samlagsins, eins og áður er sagt. Hálfa árið 1935, er samlagið hóf starfsemi sína, var lagt inn 95.264 kg., ig til samanburðar má geta þess, að vikuna 9.—17. maí s. 1. voru lagðir inn 78.362 kg. Fyrsta heila árið var innl. mjólk 320.237 kg., og 10. árið 901.559 kg., svo hægt miðaði. En fljótt kóm á daginn, að msk.-reikningar þeirra bænda — eða réttara sagt búin, sýndu betri afkomu en hinna, er enga mjólkursöluna höfðu. Síðari hluta þessa tímabils, eð 10 ár, hefir samlagið greitt bændum rúmar 30 milljónir króna fyrir mjólk, og auk þess byggt nýtt samlagshús, búið hinum beztu tækjum, og mun það vera eitt hið hezta sinnar tegundar á landinu. Síðastliðið ár voru enn fengnar nýjar vélar og vinnsla hafin á nýjum tegundum osta, sem falla vel í smekk neintenda, og sama má segja yfirleitt um allar vörur héðan. Mánaðargreiðslur inn í reikninga félagsmanna örfa viðskiptin og gera staðgreiðslu mögulega, sem er mjög þýðingarmikið fyrir öll viðskipti K. S. og eina úrræðið gegn skuldasöfunun. Uppbótin á mjólkina fyrir s 1. ár nam fullt 1.640 þús., og kemur

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.