Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 27
GLÓÐAFEYKIR
27
mannleg og markviss þjónusta, getur dofnað, ef ekkert er til saman-
burðar eða við að keppa. Ennþá er að vanda um allt slíkt af hrein-
skilni og drenglund. Fyrst við hinar kjörnu stjórnir félaganna, og
svo á aðalfundum sem er hinn rétti vettvangur í því efni.
Ó. S.
Samvinnan og krossgöturnar.
Samvinnan er samtök smærri eða stærri mannhópa til að leysa
sem flest viðfangsefni mannlegra þarfa. — Það má heyra rödd sam-
takanna gegnum nið áranna. Rödd sem hefur orðið hærri og sterk-
ari með hverju ári, meðal fleiri og fleiri menningarþjóða heims.
,.Ég vil veita öllum alla þá þjónustu, sem unnt er og hverjum
hentar bezt. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.“
Við Skagfirðingar höfum í meira en hálfa öld verið að skapa okk-
ur sífellt betri aðstöðu gegnum samvinnusamtökin til að geta veitt
okkur sjálfum sem bezta þjónustu á sviði viðskipta og framleiðslu. —
Nú eru ýmsir menn sem segja svo: „Samvinnan er góð á þessu
eða hinu sviðinu sem þeir nefna, en á öðrum sviðum á hún ekki
við. Ég vil vera frjáls og geta valið og hafnað að vild.“
Við þessu segir enginn neitt og á ekki að segja neitt. Öllurn er
frjálst að fara í samvinnusamtökin eða úr þeim, þegar þeim sýnist.
Enginn svartur listi er settur upp, hávaði gerður eða lögsókn hafin.
Samvinnan býður öllum sína þjónustu, sem vilja nota hana lengur
eða skemur, hálfir eða heilir, en knýr engan. En viðskiptalegur hag-
ur og mannbætandi áhrif samvinnunnar, líða þá hljóðlaust fram
hjá þeim sem ekki tekur þátt í samstarfinu. —
Það er nokkur líking með samvinnunni og þjóðsögunni: „Að
sitja á krossgötum," þar sem álfarnir dönsuðu kringum mann og
buðu alls konar boð með fagurgali og blíðmælum. En þá reið á að
bíta ekki í flotskjöld álfanna eins og Fúsi í þjoðsögunni (sem frægt
er orðið), heldur vera fastur með sitt langmið framundan og láta
ekki glepjast af tilliboðunum.
Lengi höfum við samvinnumenn orðið að sitja á krossgötum og
ekki svo mjög lítið við því, sem ýmsir vildu að okkur rétta, en
unnið markvisst að því að fella saman stein við stein í undirstöður
voldugra framtíðar bygginga og framkvæmda, sem nú rís hver af
annarri, og megum við nú með réttu segja eins og sá, sem setið hefur
á krossgötum og sigrað: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“
Ó. S.