Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 20

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 20
20 GLÖÐAFEYKIR Húsið er einangrað með 30 cm. korklagi og þannig byggt, að þak hvílir einungis á útveggjum. Er því mjög þægilegt um allar breytingar að innan. Er þar höfð í huga löng framtíð. sem ef til vill hefir í för með sér breytingar á nteðferð framleiðslunnar. eða tæknilegar nýjungar koma fram. Teiknistofa S. í. S. gerði allar teikningar. Yfirumsjón með fram- kvæmd byggingarinnar hafði Gunnar Þorsteinsson byggingafræð- ingur á ltendi. Aðal byggingarmeistari og verkstjóri \ar Guðmund- ur Sigurðsson á Sauðárkróki. Hefir hann áður séð um byggingar þær, sem K. S. hefir byggt síðast liðin 8 ár, en þær eru. auk slátur- hússins. mjólkursamlagið og stórt vörugeymsluhús. Raflagnir teikn- uðu raffræðingarnir Ólafur Gíslason og Björn Einarsson. en Ossur Friðriksson rafvirkjameistari lagði allar leiðslur. Páll I.úðvíksson vélaverkfræðingur teiknaði hitalögn og loftræstingu. Rennibrautir eru í sláturhúsi, forkælir og frystirúmi; er allur þessi hengi-útbún- aður smíðaður í Þýzkalandi, og er af allra nýjustu gerð. áTélaserk- stæði Björgt'ins Friðrikssen sá um niðursetningu allra véla, og smíðaði og lagði allar frystilagnir, eins og áður er sagt. Kjötið er fryst við 40° C. og geymt \ ið 30° C. Yegna þess, hve einangrun öll er vöncluð. þarf ótrúlega lítið s élaafl til að halda hinu rétta hitastigi við geymsluna. Forkælir og frystir eru hver um sig 260 m. að stærð, og taka þeir um 1200 skrokka hver í tvöföldu upphengi, en það gerir ca. 18 tonn af kjöti á hverjum sólarhring. Kjötgeymslur eru þrjár, og eru jjter að rúmmáli 1250 m., en þar að auki eru fjórar geymslur, sem einnig eru ætlaðar fyrir kjöt, og eru tvær þeirra notaðar fyrir geyansluhólf einstaklinga, sem eru 417 að tölu. Hinar tvær eru ætl- aðar fyrir bæjarmat og hraðfryst kjöt. Stærð þessara fjögurra geymslu- klefa er ca. 500 m. Heildarstærð allra kjötgeymsluklefa er því 1750 m., og ef forkælir og frystir eru taldir með, verður stærðin hér um bil 2270 m. Ef það rvmi væri allt notað til geymslu á kjöti, rræri hægt að koma þar fyrir um 35000 dilkaskrokkum. í húsinu eru einnig tvær fiskgeymslur og ein síldargeymsla, og er rúmmál þeirra samanlagt um 800 m. Þar er hægt að geyma um það bil 400 tonn af fiskflökum og síld. Heildarrúmmál frystihússins verður þt í um það bil 3100. m. I húsinu öllu eru 9500 metrar af I14” kælirörum, en ef allar lagnir eru teknar með, verður heildarlengdin um það bil 11.5 kílómetrar. \7élakostur frystihússins eru 4 frystivélar. og eru tvær þeirra tveggja þrepa og heildarorka þeirra uin 740 þús. norrnal hitaeiningar á klukkustund. Þær eru knúnar samanlagt með 340

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.