Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 8

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 8
8 GLOÐAFEYKIR Frá aðalfundi Kaupfélags Austur- Skagfirðinga, Hofsósi 1954. Aðalfundur Kaupfélags Austur-Skagfirðinga var haldinn í Hofs- ósi 26. júní. Fundinn sátu 25 fulltrúar frá 5 félagsdeildum. auk stjórnar, endurskoðenda, framkvæmdastjóra og fjölda annarra fé- lagsmanna. Einnig sátu fundinn framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglu- fjarðar og endurskoðendur reikninga hennar. En eins og flestum mun kunnugt, er kjötbúðin sameign Kaupfélags Austur-Skagfirð- inga og Samvinnufélags Fljótamanna, og.rekin af þeim. Getur það orðið efni í merkilegan og fróðlegan þátt að rifja upp, hvaða þýðingu rekstur kjötbúðarinnar hefir haft fyrir afurðasölu bænda á verzlunarsvæði þessara félaga. Verður að dá þann stórhug og þá framsýni, sem forystumenn félaganna hafa sýnt, með því að ráðast í þessa nýbreytni. Ekki verður þó farið lengra út í þessa sálma hér, en vonandi gefst færi á þessu efni síðar, ef svo fer, sem ætlað er, að riti þessu verði nokkurra lífdaga auðið. Víkjum þá aftur að efn því, sem frá var lrorfið, og hér skyldi gert að umræðuefni: Aðalfundur kaupfélagsins í Hofsósi, hagur þess og afkoma á síðast- liðnu ári. Vörusala félagsins nam á árinu 1953 rúmlega 51/> millj. kr. og má heita, að hún hafi staðið í stað frá næsta ári á undan. Sala landbún- aðarafurða hafði vaxið allverulega, og stafar það að mestu leyti af vaxandi sauðfjáreign bænda, og líður nú brátt að því, að magn sauðfjárafurðanna hafi náð því marki, sem það var í fyrir fjár- skiptin. Hinn mikli heyfengur síðastliðins sumars flýtti mjög fyrir því, að bændur kæmu sér upp eðlilegum fjárstofni aftur, með þvi að unnt var að setja fleira fé á síðasta vetur, en ella liefði orðið. Má heita, að náðst hafi full fjártala á þessu ári, og mun slátrun í haust verða miklu meiri en var síðastliðið haust. Mjólkurfram- leiðslan á félagssvæðinu er að verulegu leyti flutt til Mjólkursam- lagsins á Sauðárkróki, og því lítið um að ræða sölu annarra land- búnaðarafurða en sauðfjárins. Þó er smjörframleiðsla nokkur, og hefir sala hennar gengið allvel.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.