Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 12

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 12
12 GLÓÐAFEYKIR verið slátrað hjá móðurfélögunum, og kjötið flutt til Siglufjarðar. Byggingarnar á Siglufirði munu vera nálægt tveim milljónum króna að verðmæti. Félagið hefir allajafna fullnægt viðskiptaþörf félagsmanna sinna. með allskonar nauðsynjavörur, byggingarvörur o. fl. og hefir vöru- salan aukist að verðmæti úr 70 þús. krónum árið 1919 og upp í 1.6 milljón króna, nú síðustu árin. Auk þess hefir svo útibúið á Siglufirði selt kjöt frá báðum félögunum, og ýmsar aðrar vörur fyrir 2.7 til 3,2 milljónir króna árlega. Þrátt fyrir mjög örðuga aðstöðu með samgöngur o. fl. hefir félag- ið ávallt verði samkeppnisfært með vöruverð og gæði. En mesta áherslu hefir félagið lagt á að byggja upp góð skilyrði til meðferðar og sölu sláturfjárafurða, og lagt í það geysi mikið fé. Stofnsjóður félagsins var í árslok 1953 kr. 109300 og sameignar- sjóðir kr. 393 þús. Mörg verkefni eru frammundan og skal aðeins drepið á þau. sem mest eru aðkallandi, og fyrst þarf að leysa. Rafmagn þarf að komast inn á hvert heimili. og er þess vænst að þegar á næsta vori verði af ríkisins hálfu hafist handa um lagningu rafveitu frá Skeiðsfossvirkjun um Fljótin. Öllurn er ljóst h\'að slík framkvæmd leysir úr ýmsum Jreim óþægindum, sem rafmagnslaust. hérað býr við, og þarf ekki að orðlengja um það. Frystihús er aðkallandi að byggja í Haganesvík, og er ætlunin að það verði byggt, strax þegar rafmagnið er komið til Haganesvíkur. Frystihúsleysið hefir um áraraðir t’aldið miklum óþægindum og tjóni, og jafnvel legið við stórtjóni á stundum. Nú er öllu sláturfé lógað í Haganesvík, og treyst á flutninga kjötsins daginn eftir á bifreiðum til Siglufjarðar, sú flutningsaðferð stöðvaðist oft vegna snjóa á Siglufjarðarskarði, þá er að grípa til flutnings á sjó, en í illviðrum og við vond hafnarskilyrði getur sú leið verið ófær dög- um saman, og þó fær \ erði er það áhættusöm flutningsaðferð með nýtt kjöt, vegna hættu á að skemma kjötið, og er auk þess djn'. Þó hægt væri að frysta kjöt frá þessu félagssvæði hjá nágrannalelög- unurn í Hofsós og á Sauðárkróki, án þess að skerða eðlilegan gang slátrunar þar, sem þó var ekki hægt s. 1. haust, — þá vill oft til að landleiðin inn hjá Lónkoti er ófær dögum saman að haustinu, vegna vegleysu á þessum kafla. Samgöngur þarf stórum að bæta, má þar fyrst og fremst nefna stóraukna fjárveitingu til vegarins frá Haganesvík og inn að Lón- koti, svo að rofin verði sem allra fyrst sú einangrun, sem Fljótin nú

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.