Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 5
GLÓÐAFEYKIR
5
vörumagni er um mikla aukningu að ræða, þar sem miklar verð-
lækkanir urðu á flestum vöruflokkum á árinu 1953. Rúgmjöl lækk-
aði t. d. um 23%, haframjöl 24%, sykur 18%, hvetiklíð 18%,
maís 12%. Aftur á móti hækkaði kaffi um 4% og hveiti 13%.
Byggingarvörur lækkuðu stórkostlega, eða um 20—30%. Vefnaðar-
vörur, brisáhöld og fleiri vöruflokkar lækkuðu verulega þannig, að
líklega má reikna með um 12—15% meðallækkun, sem gerir sölu-
aukningu um 1 — 1 jA millj. miðað við árið 1952. Það, sem af er
þessu ári, virðist vörusalan vaxandi og verulega mikið meiri en á
sama tíma í fyrra. Hcegt miin vera — ef þessi fundur samþykkir —
að greiða 6% arð af ágóðaskyldum viðskiptum og leggja liðlega
340 þúsund í sameiningarsjóði, og er það 115 þúsundum meira
en árið 1952. Sameiningarsjóðirnir nema nú samtals kr. 2.192.038,00,
en stofnsjóður félagsmanna kr. 965.773.00. Er aukningin á sam-
eignar- og séreignasjóðnum á árinu kr. 456.470.70, og er sjóða-
aukning í M. S. þó ekki talin með.
Skuldaaukning hefir orðið nokkur hjá félagsmönnum, og nemur
hún samtals kr. 366 þúsundum. Aftur á móti hefir orðið lækkun
á skuldum utanfélagsmanna, þannig að skuldaaukningin í heild
nemur 172 þúsundum. Eru því útistandandi skuldir hjá viðskipta-
mönnum um s. 1. áramót samtals kr. 1.244 þúsund. Það, sem veldur
því að skuldir lækkuðu ekki á árinu, heldur jukust, er m. a. hinn
óvenjulegi ásetningur í haust — yfirleitt hjá bændum —, þar sem
næstum hvert gimbrarlamb var látið lifa, eftir þetta góða sumar
og yfirleitt óvenjulegan hevfeng. Óvenjulega miklar byggingaskuld-
ir útistandandi um áramót og síðast en ekki sízt ónóg eftirlit með
útlánum og innheimtu, sem þó er mjög erfitt að koma við með því
fyrirkomulagi, sem er á vörusölu hjá kaupfélaginu. Kaupfélagið af-
greiðir í vörum og þjónustu fyrir um 1 milljón króna á mánuði til
jafnaðar á 5 sölustöðum. Megin hlutinn af þessari upphæð er lán-
aður til lengri eða skemmri tíma. Mjög erfitt er að fylgjast með
þessum útlánum og því verra eftir því sem sölustöðvum eða deild-
um fjölgar, en á því er knýjandi nauðsyn hið allra fyrsta. Geysi-
leg vinna og kostnaður er þessu fyrirkomulagi samfara, bæði í búð-
unum og á skrifstofunni. Eg býst ekki við að hjá því verði komizt
fyrst um sinn að lána vöruúttekt að meira eða minna leyti, en ég
tel óhjákvæmilegt að útlánafyrirkomulaginu verði breytt, þannig
að þau fari fram á einni hendi, og varan staðgreidd í búðum félags-
ins. Þetta er mál, sem þarf athugunar við, en það er tímabært að
fara til þess.