Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 31

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Frá Hofsósi. Aðalfundur Kaupfélags Austur-Skagfirðinga hefur ekki verið haldinn ennþá. LTppg]öri er þó að verða lokið, og liggur fyrir hvern- ig reksturinn hefur gengið síðastliðið ár. Segja má, að rekstursaf- koman sé í sumum greinum með betra móti, en á öðrum sviðum um að ræða áföll. sem verulega draga úr hagnaðinum. Afskriftir og sjóðatlilög eru eins og eðlilegt má teljast, og 6% arður mun verða greiddur. Hagur félagsins ut á við hafði batnað, var þó fjárfesting allmikil. og einkum byggingaframkvæmdir viðskiptamanna veru- legar. Yörusala félagsins nam á árinu um 7 millj. króna og hafði aukist um 1,2 millj. Uppgjör á fiskreikningi félagsins fyrir árin 1952 og 1953 er tek- ið í reikninga þessa árs. og er mikill hallarekstur á þeirri starfsgrein. Fregnir herma. að önnur félög hér norðan lands, sem þennan rekst- ur hafa með höndum, hafi svipaða sögu að segja. Virðist vera fylli- lega tímabært að hafin sé gagnger athugun á því, á hvern hátt þess- um rekstri verði skapaður tryggari starfsgrundvöllur en nú á sér stað. Hér — og víða annars staðar — hefur þessi þáttur rekstursins úrslitaþýðingu fyrir afkomumöguleika fólksins við sjávarsíðuna. \Terði ekki hægt að tryggja þennan grundvöll, er hætt við að brestir komi í fleiri stoðir, sem undir samvinnustarfinu eiga að standa. Þau félög, sem byggð eru upp á líkan hátt og þetta félag hér og eiga jafn mikinn þátt í uppbyggingu atvinnulífsins og hér á sér stað, hljóta — vegna heildarinnar — að taka fullt tillit til þeirrar hliðar málsins, sem sn\T að hagsmunum og atvinnuöryggi almennings við sjóinn. I fyrra var gerður grunnur að verzlunarhúsi og verður nú hafist handa um framhaldið í sumar. Við Kaupfélag Austur-Skagfirðinga hafa nýlega orðið forstjóra- skipti. Kristján Hallsson kaupfélagsstjóri lætur af störfum. Hefur hann veitt félaginu forstöðu síðan 1938 við góðan orðstý. Hefur félagið allan starfstíma hans' verið í örum vexti og fært út starfs- svið sitt á ýrnsum sviðum. Má ekki sízt þakka það dugnaði hans og hraðfylgi. Kristján flytst nú til Stykkishólms og tekur við -forstöðu kaupfélagsins þar.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.