Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 21

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 21
21 GLOÐAFEYKIR hestöflum. Frystitæki eru fjögur, og eru afköst þeirra með 10 stunda keyrslu, um 8 tonn aE flökum, en það gerir um 20 tonn af óunnurn fiski. Vélaorkan er þó nægjanleg til þess að auka tækjafjölda upp í 8 tæki. Vélasalur er að öllum frágangi hinn glæsilegasti og þolir saman- burð við það besta, bæði liér á landi og erlendis, að sögn þeirra er vit hafa á þessum hlutum. Húsið er stærsta og vandaðasta slátur- luis í eis2.ii samvinnufélaga ltér á landi. Húsið hefir kostað rúmar 6 milljónir króna. A sl. ári voru raiklar Iiygg'iiMiframksæmdir í sveitura í Skagafjarðarsýsiu. Unnið var bæði að byggingu íbúðar- og peningshúsa. Hafin var bygging íbúðar- húsa á 21 býli, en auk þess lokið byggingum á allinörgum íbúðarhúsum, sem voru í smíðum frá árinu áður. Fjós voru byggð á 7 býlum, fjárhús á 21 býli. þurrheyshlöður á 33 býlum, samtals 15.299 m3 að stærð. votheyshlöður á 16 býlum, samtals 1.095 m! að stærð, og áburðárhús samtals 1.116 m3. Að jarðviunslu var unnið með fjórum beltadráttarvélum á vegum Ræktuuar- samhands Skagfirðinga í flestum hreppum sýslunnar. Fullgerðir voru 158.1 ha afmýrækt og sléttaðir 97 ha af túnþýfi. Gerðir voru 27.9 km af girðingum um ræktunarlönd. Af framræslu var unnið með 6 skurðgröfum á vegum Ræktunarsambandsins. Af þessum skurðgriifum voru þrjár eign Vélasjóðs ríkisins, tvær eign Landnáms ríkisins og ein eign Ræktunarsambandsins. \'ar aðallega uunið í Rípur-, Akra-, Skefilsstaða-, Staðar-, Viðvíkur- og Lýtingsstaðalireppum. Samtals voru grafnir 106.018 lengdarmetrar (106 km) af skurðum, og var rvmi þeirra 486.979 m3. Mikill og almennur áhugi er fyrir aukinni ræktun hjá bændum í Skagafirði og eftirspurn eftir jarðvinnsluvélum og skurðgröfum hefur verið meiri en hægt hefur \erið að íulinægja, með áður greindum vélakosti. Enda hafa öíl hreppa- búnaðarfélög samþykkt á aðalfundum sínum að leggja fram fé, svo að h:>. gt verði að kaupa eina stóra beltisdráttarvéi til jarðvinnslu næsta vor. í marz 1955. Egill Bjarnason.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.