Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 33
GLÓÐAFEYKIR
33
Inn í sveit er önglum beitt
— en svo fór, því miður,
að þar varð drengja hrjörtum heitt
— þau hafa runnið niður.
Langar þá að leita enn
Löngumýrarþinga,
en verða aldrei aflamenn
á við Keflvíkinga.
Þá orti Gísli í Eyhildarholti og kallaði Ólík ævikjör:
Lukkusaddir Langmýringar
lífsins gæði hljóta nóg.
En kvenmannslausir Keflvíkingar
kaldir og þreyttir dorga á sjó.
Forðast þá allar Evudætur:
Úthaldið lélegt, tækin sljó.
Þó að þeir dorgi daga og nætur
draga þeir aldrei bein úr sjó.
En nú má ætla að óðum linni
einlífi hjá Keflvíkingum,
þótt fái þeir sjálfsagt aldrei inni
hjá Ingibjörgu og Langmýringum.
(Um Keflavíkurmál sjá síðasta þátt — í 11. hefti Glóðateykis).
Eins og venja er til var skýrslu hundalækningamannsins, Jóhanns
Renediktssonar á Mói í Haganeshreppi, vísað til heilbrigðismála-
nefndar. Sú ágæta nefnd, undir forystu Steins L. Sveinssonar hrepp-
stjóra á Hrauni á Skaga, hafði ýmislegt við skýrsluna að athuga. M. a.
taldi nefndin hundatöluna hæpna, nema þá að hundalæknirinn
hefði tekið nýgotna hvolpa með í sinn „bisness“. Um þetta kvað
Pétur: