Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 42

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 42
42 GLÓÐAFEYKIR Tæpu ári síðar varð hann að leggjast á sjúkrahús, þrotinn að kröft- um. Þar var hann viðurloða til hinztu stundar. Tryggvi á Hofdölum, en svo var hann jafnan kallaður, var góður meðalmaður á vöxt, vel limaður, eigi andlitsfríður, en bauð af sér hinn bezta þokka og vandist hverjum manni vel. Enginn var hann áhlaupamaður, en frábærlega drjúgvirkur og einstakur athyggju- maður um allt, er að búi laut. Hann var greindur maður, hógvær og prúður og hélt sér lítt fram, jafnlyndur, trygglundaðui og hjarta- hiýr. Hann var fremur glaðlegur í viðmóti og gat stundum brugðið fyrir sig kímni í orðum og tilsvörum. Góðviljaður var hann og greið- vikinn, tók vel á móti gestum sínum og gleymdi þá ekki að velja hestum þeirra beztu tugguna. Lýsir það manninum nokkuð. Hann var trúaður maður, vandaður um alla hluti og mátti í engu vamm sitt vita. Árný Jónsclóttir, húsfreyja á Sauðárkróki, lézt 28. apríl 1961. Hún var fædd að Illugastöðum á Laxárdal ytra 1. janúar 1887, dóttir fóns hónda á Borgarlæk á Skaga, áður í Vaglagerði í Blönduhlíð, jóns- sonar bónda í Vaglagerði, Sveinssonar, og konu hans Maríu Sölvadóttur bcinda í Hvammkoti á Skaga, Sölvasonar. Kona Sölva í Hvammkoti og nróðir Maríu var María Jónsdóttir bónda á Kleif á Skaga. Arný fluttist ungbarn með foreldrum sín- um að Borgarlæk, og þar lézt faðir hennar 3. apríl 1890, er hún var þriggja ára gömul. Leystist þá heimilið upp, sem eigi var ótítt á þeim árum, ef heimilisföðurins missti við. Fór Árný þá til Helgu Sölvadóttur, móður- systur sinnar, er síðar og lengst var á Upp- sölum í Blönduhlíð. Með lienni var hún til 12 ára aldurs, er hún fór til annarrar frænku sinnar, Ingibjargar Halldórsdóttur, húsfr. á Geirmundarstöðum í Sæmuudarhlíð (sjá næsta þátt); var þá móðir hennar önduð fyrir 5 árum. Eftir ferm- ingaraldur mun hún hafa verið í vist allt til fullorðinsára, bæði frammi í sveit og einnig á Sauðárkróki. Arið 1910, hinn 20. maí, gekk Árný að eiga Agnar búfræðing Bald- vinsson Bárðdals kennara Baldvinssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, ágætan mann. Reistu þau þegar bú að Vöglum í Blönduhlíð, en fluttu eftir 2 ár að Litla- Arný Jónsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.