Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 42

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 42
42 GLÓÐAFEYKIR Tæpu ári síðar varð hann að leggjast á sjúkrahús, þrotinn að kröft- um. Þar var hann viðurloða til hinztu stundar. Tryggvi á Hofdölum, en svo var hann jafnan kallaður, var góður meðalmaður á vöxt, vel limaður, eigi andlitsfríður, en bauð af sér hinn bezta þokka og vandist hverjum manni vel. Enginn var hann áhlaupamaður, en frábærlega drjúgvirkur og einstakur athyggju- maður um allt, er að búi laut. Hann var greindur maður, hógvær og prúður og hélt sér lítt fram, jafnlyndur, trygglundaðui og hjarta- hiýr. Hann var fremur glaðlegur í viðmóti og gat stundum brugðið fyrir sig kímni í orðum og tilsvörum. Góðviljaður var hann og greið- vikinn, tók vel á móti gestum sínum og gleymdi þá ekki að velja hestum þeirra beztu tugguna. Lýsir það manninum nokkuð. Hann var trúaður maður, vandaður um alla hluti og mátti í engu vamm sitt vita. Árný Jónsclóttir, húsfreyja á Sauðárkróki, lézt 28. apríl 1961. Hún var fædd að Illugastöðum á Laxárdal ytra 1. janúar 1887, dóttir fóns hónda á Borgarlæk á Skaga, áður í Vaglagerði í Blönduhlíð, jóns- sonar bónda í Vaglagerði, Sveinssonar, og konu hans Maríu Sölvadóttur bcinda í Hvammkoti á Skaga, Sölvasonar. Kona Sölva í Hvammkoti og nróðir Maríu var María Jónsdóttir bónda á Kleif á Skaga. Arný fluttist ungbarn með foreldrum sín- um að Borgarlæk, og þar lézt faðir hennar 3. apríl 1890, er hún var þriggja ára gömul. Leystist þá heimilið upp, sem eigi var ótítt á þeim árum, ef heimilisföðurins missti við. Fór Árný þá til Helgu Sölvadóttur, móður- systur sinnar, er síðar og lengst var á Upp- sölum í Blönduhlíð. Með lienni var hún til 12 ára aldurs, er hún fór til annarrar frænku sinnar, Ingibjargar Halldórsdóttur, húsfr. á Geirmundarstöðum í Sæmuudarhlíð (sjá næsta þátt); var þá móðir hennar önduð fyrir 5 árum. Eftir ferm- ingaraldur mun hún hafa verið í vist allt til fullorðinsára, bæði frammi í sveit og einnig á Sauðárkróki. Arið 1910, hinn 20. maí, gekk Árný að eiga Agnar búfræðing Bald- vinsson Bárðdals kennara Baldvinssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, ágætan mann. Reistu þau þegar bú að Vöglum í Blönduhlíð, en fluttu eftir 2 ár að Litla- Arný Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.