Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 43

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 43
GLÓÐAFEYKIR 43 dal í sömu sveit og bjuggu þar til 1925, er þau brugðu búi og fóru í húsmennsku að Flugumýri; til Sauðárkróks fluttust þau 1929 og áttu þar heima æ síðan. Agnar lézt 2. des. 1947, 62 ára gamall. Börn þeirra hjóna eru 4: Jón, forstöðum. Löggildingarstofunnar í Reykjavík, Ingólfur, kaupm. á Sauðárkróki, Skarphéðinn, verkam. og Guðbjörg, húsfr., bæði í Reykjavík. Arný Jónsdóttir var í meðallagi á vöxt, mikil fríðleikskona. Alla ævi lifði htm kyrrlátu lífi, helgaði krafta sína heimilinu, eiginmanni sínum og börnum. Fátæk var hún jafnan, en lítil efni blessuðust svo í höndum hennar, að ávallt var hún fremur veitandi en þiggjandi. Hún var prýðilega greind, trúhneigð og alvörugefin, hógvær og stillt, hlý í geði, aðgætin og orðvör, hallmælti engum manni, en færði allt á betra veg. Hún var ein þeirra hógværu og hljóðlátu mætiskvenna, sem til þess eru kjörnar að varpa mildu skini logn- biarmans á brautir samferðamanna. j Ingibjörg Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, lézt þ. 4. maí 1961, níræð að aldri. Hún var fædd að Miðhúsum í Alftaneshreppi á Mýrum 13. marz 1871 fsamkv. kirkjubók; sjálf taldi hém fæðingardag sinn 13. maí, og svo gera afkomendur hennar). Var faðir hennar Halldór smiður, síðast á Geirmundarstöðum, Björnsson, bónda á Hvalnesi á Skaga og Sævarlandi á Laxárdal, Halldórssonar bónda á Sævarlandi, Björns- sonar. Móðir hennar og kona Halldórs var Margrét Sölvadóttir bónda á Steini á Reykjaströnd, Ólafssonar, og konu hans Maríu Jónsdóttur bónda á Breiðströndum í Gönguskörðum, Jónssonar. Ólst Margrét Sölvadóttir upp hjá séra Benedikt Björns- syni á Fagranesi á Reykjaströnd og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur, fluttist með þeim að Hvammi í Norður- árdal syðra og mun hafa verið þar unz hún giftist Halldóri, en hann hafði einnig horfið suður um heiðar, stundaði smíðar um Borgar- fjörð og Mýrar og í Reykjavík einnig, fór síðar til Ameríku, en kona hans varð eftir heima og lézt nokkru síðar. Ingibjörg hvarf norður hingað eftir lát móður sinnar og fyrst að Stóra-Vatnsskarði til Salbjargar móðursystur sinnar og Sigurðar manns hennar, bónda þar. Arið 1892 gekk hún að eiga Sigurð, son tngibjörg Halldórsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.