Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 43

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 43
GLÓÐAFEYKIR 43 dal í sömu sveit og bjuggu þar til 1925, er þau brugðu búi og fóru í húsmennsku að Flugumýri; til Sauðárkróks fluttust þau 1929 og áttu þar heima æ síðan. Agnar lézt 2. des. 1947, 62 ára gamall. Börn þeirra hjóna eru 4: Jón, forstöðum. Löggildingarstofunnar í Reykjavík, Ingólfur, kaupm. á Sauðárkróki, Skarphéðinn, verkam. og Guðbjörg, húsfr., bæði í Reykjavík. Arný Jónsdóttir var í meðallagi á vöxt, mikil fríðleikskona. Alla ævi lifði htm kyrrlátu lífi, helgaði krafta sína heimilinu, eiginmanni sínum og börnum. Fátæk var hún jafnan, en lítil efni blessuðust svo í höndum hennar, að ávallt var hún fremur veitandi en þiggjandi. Hún var prýðilega greind, trúhneigð og alvörugefin, hógvær og stillt, hlý í geði, aðgætin og orðvör, hallmælti engum manni, en færði allt á betra veg. Hún var ein þeirra hógværu og hljóðlátu mætiskvenna, sem til þess eru kjörnar að varpa mildu skini logn- biarmans á brautir samferðamanna. j Ingibjörg Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, lézt þ. 4. maí 1961, níræð að aldri. Hún var fædd að Miðhúsum í Alftaneshreppi á Mýrum 13. marz 1871 fsamkv. kirkjubók; sjálf taldi hém fæðingardag sinn 13. maí, og svo gera afkomendur hennar). Var faðir hennar Halldór smiður, síðast á Geirmundarstöðum, Björnsson, bónda á Hvalnesi á Skaga og Sævarlandi á Laxárdal, Halldórssonar bónda á Sævarlandi, Björns- sonar. Móðir hennar og kona Halldórs var Margrét Sölvadóttir bónda á Steini á Reykjaströnd, Ólafssonar, og konu hans Maríu Jónsdóttur bónda á Breiðströndum í Gönguskörðum, Jónssonar. Ólst Margrét Sölvadóttir upp hjá séra Benedikt Björns- syni á Fagranesi á Reykjaströnd og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur, fluttist með þeim að Hvammi í Norður- árdal syðra og mun hafa verið þar unz hún giftist Halldóri, en hann hafði einnig horfið suður um heiðar, stundaði smíðar um Borgar- fjörð og Mýrar og í Reykjavík einnig, fór síðar til Ameríku, en kona hans varð eftir heima og lézt nokkru síðar. Ingibjörg hvarf norður hingað eftir lát móður sinnar og fyrst að Stóra-Vatnsskarði til Salbjargar móðursystur sinnar og Sigurðar manns hennar, bónda þar. Arið 1892 gekk hún að eiga Sigurð, son tngibjörg Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.