Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 45

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 45
GLÓÐAFEYKIR 45 til Sauðárkróks. Þar stundaði Guðmundur daglaunavinnu allmcirg ár. Aftur hófu þau hjón búskap í sveit og bjuggu að Stapa í Tungu- sveit 1944—1947, en fluttu þá aftur til Sauðárkróks og áttu þar heima upp þaðan. Höfðu búskap nokkurn þar á Króknum fyrstu árin, en jafnframt stundaði Guðmundur ýmsa vinnu, þá er til féllst. Upp á síðkastið var hann heilsuveill og þoldi ekki erfiðisvinnu. Nokkur síðustu ár- in var hann bæjarpóstur. Konu sína missti Guðmundur árið 1956. Börn þeirra hjóna voru 7, þau er upp kom- ust: Guðrún, síðar húsfr. í Litluhlíð í Vest- urdal, látin, Jóhann, bóndi í Stapa, Anna Sigurbjörg, húsfr. á Skagaströnd, Þorgerð- ur, bús. á Skagaströnd, Jón, bóndi á Ós- landi í Óslandshlíð, Oddrún, 'húsfr. í Reykjavík og Sigurður, guðfræðinemi, (nú prestur á Reykhólum). Guðmundur frá Stapa var einn af 9 börnum fátækra foreldra og alinn upp við kröpp kjör. Fátækur var hann og sjálfur alla ævi, enda á hrakhólum fram yfir miðjan aldur; komst þó sæmilega af. Og eigi lét hann fátækt fyrir standa gestrisni og greiðasemi og einstakri hjálpfýsi. Guðmundur Jónsson var í hærra lagi, grannvaxinn, holdskarpur, dökkur á yfirbragð en varð snemma hvítur á hár. Hann var greindur vel og hagmæltur, þótt fáir vissu. Hann var skapríkur maður og ein- lyndur nokkuð, stilltur vel og hægur í umgengni, hreinn og beinn og bersögull á stundum, en fráhverfur öllum yfirdrepskap og hræsni, trygglyndur og vinfastur, vildi að fullu launa og vel það hvern greiða, sem honum var sjálfum gerr. Friðbjörg Halldórsdóttir, húsfr. á Víðimýri, lézt þ. 18. ágúst 1961. Hún var fædd að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 20. maí 1882. Voru for- eldrar hennar Halldór bóndi í Stóra-Dunhaga Halldórsson, Stefáns- sonar bónda í Hallfríðarstaðakoti, Jóhannessonar, og síðari konu hans Lilja Daníelsdóttir bónda í Spónsgerði. Tveggja ára fór Friðbjörg í fóstur til hálfsystur sinnar, Sæunnar Jónsdóttur, og eiginmanns hennar Sigurðar Jónssonar, er þá bjuggu á Sólborgarhóli í Kræklingahlíð. Með þeim hjónum mun hún svo hafa flutzt hingað vestur að Sólheimum í Blönduhlíð 1898; fór alda- mótaárið að Silfrastöðum og var þar 6 ár, þaðan aftur að Sólheimum. Guðmundur Jónsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.