Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 45

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 45
GLÓÐAFEYKIR 45 til Sauðárkróks. Þar stundaði Guðmundur daglaunavinnu allmcirg ár. Aftur hófu þau hjón búskap í sveit og bjuggu að Stapa í Tungu- sveit 1944—1947, en fluttu þá aftur til Sauðárkróks og áttu þar heima upp þaðan. Höfðu búskap nokkurn þar á Króknum fyrstu árin, en jafnframt stundaði Guðmundur ýmsa vinnu, þá er til féllst. Upp á síðkastið var hann heilsuveill og þoldi ekki erfiðisvinnu. Nokkur síðustu ár- in var hann bæjarpóstur. Konu sína missti Guðmundur árið 1956. Börn þeirra hjóna voru 7, þau er upp kom- ust: Guðrún, síðar húsfr. í Litluhlíð í Vest- urdal, látin, Jóhann, bóndi í Stapa, Anna Sigurbjörg, húsfr. á Skagaströnd, Þorgerð- ur, bús. á Skagaströnd, Jón, bóndi á Ós- landi í Óslandshlíð, Oddrún, 'húsfr. í Reykjavík og Sigurður, guðfræðinemi, (nú prestur á Reykhólum). Guðmundur frá Stapa var einn af 9 börnum fátækra foreldra og alinn upp við kröpp kjör. Fátækur var hann og sjálfur alla ævi, enda á hrakhólum fram yfir miðjan aldur; komst þó sæmilega af. Og eigi lét hann fátækt fyrir standa gestrisni og greiðasemi og einstakri hjálpfýsi. Guðmundur Jónsson var í hærra lagi, grannvaxinn, holdskarpur, dökkur á yfirbragð en varð snemma hvítur á hár. Hann var greindur vel og hagmæltur, þótt fáir vissu. Hann var skapríkur maður og ein- lyndur nokkuð, stilltur vel og hægur í umgengni, hreinn og beinn og bersögull á stundum, en fráhverfur öllum yfirdrepskap og hræsni, trygglyndur og vinfastur, vildi að fullu launa og vel það hvern greiða, sem honum var sjálfum gerr. Friðbjörg Halldórsdóttir, húsfr. á Víðimýri, lézt þ. 18. ágúst 1961. Hún var fædd að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 20. maí 1882. Voru for- eldrar hennar Halldór bóndi í Stóra-Dunhaga Halldórsson, Stefáns- sonar bónda í Hallfríðarstaðakoti, Jóhannessonar, og síðari konu hans Lilja Daníelsdóttir bónda í Spónsgerði. Tveggja ára fór Friðbjörg í fóstur til hálfsystur sinnar, Sæunnar Jónsdóttur, og eiginmanns hennar Sigurðar Jónssonar, er þá bjuggu á Sólborgarhóli í Kræklingahlíð. Með þeim hjónum mun hún svo hafa flutzt hingað vestur að Sólheimum í Blönduhlíð 1898; fór alda- mótaárið að Silfrastöðum og var þar 6 ár, þaðan aftur að Sólheimum. Guðmundur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.