Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 46

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 46
46 GLÓÐAFEYKIR Arið 1910 gekk Friðbjörg að eiga Gunnlaug Guðmundsson á Ulfs- stöðum, Jónssonar bónda á Fagranesi í Öxnadal, Arnfinnssonar, og konu hans Lilju Sigurðardóttur, alsystur Sigurðar bónda á Skriðu- landi í Kolbeinsdal, Gunnlaugssonar. Ári fyrr (1909) höfðu þau farið að búa í Djúpa- dal í Blönduhlíð, en fóru svo búferlum að Ytri-Kotum í Norðurárdal 1910 og bjuggu þar til 1924, þá 1 ár á Uppsölum, 1 ár í Sól- heimagerði, þá á Grófargili 2 ár og á ípis- hóli 5 ár. Fluttu búferlum að Bakka í Hólmi 1933. Þar deyr Gunnlaugur 6. maí 1938, en Friðbjörg býr áfrarn á jörðinni til 1941; fer þá í húsmennsku að Syðra-Vall- holti 1 ár, en 1942 flytst hún með Jóhanni syni sínum að Víðimýri og fyrst í hús- mennsku, en árið 1943 fær Jóhann jörðina til ábúðar og er hún síðan bústýra hjá honum til æviloka. Börn þeirra hjóna voru 5: Halldór, látinn, Lilja, bústýra í Ás- hildarholti í Borgarsveit, Kristín, húsfr. í Geldingaholti, Jón, bílstj. á Akranesi og Jóhann, bóndi á Víðimýri. Friðbjörg Halldórsdóttir var í góðu meðallagi á vöxt, gervileg kona, myndarleg og vel gefin. Hún var „hógvær en ákveðin í fram- komu, stjórnsöm á heimili, hagvirk og að öllu vel verki farin.“ Ríkur þáttur í fari hennar og beggja þeirra hjóna var greiðvikni og gest- risni og mun margur hafa notið þess, sá er leið átti um Öxnadals- heiði þau árin, er Jrau hjón bjuggu á Ytri-Kotum. Lítt voru þau hjón efnum búin fyrstu búskaparárin, en fyrir frábæran dugnað og hag- sýni voru þau orðin vel stæð við leiðarlok. Stefán Stefdnsson, bóndi á Hofstöðum, lézt þ. 24. ágúst 1961. Fæddur var hann á Svaðastöðum 18. des. 1885. Var faðir hans Stefán. síðar bóndi á Þverá í Blönduhlíð, Sigurðsson, bónda í Gilhagaseli, Sigurðssonar bónda á Mosfelli í Svínadal, Þorleifssonar; átti hann Stefán áður en hann giftist. Móðir Stefáns (yngra) var Theodóra Guðmundsdóttur, vinnum. á Felli í Sléttuhlíð, og kouu hans Mar- grétar Magnúsdóttur, rnikil myndarkona sem og bæði þau foreldrar hans. Nokkurra vikna gamall fór Stefán í fóstur til hjónanna Sölva Kristjánssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur í Hornbrekku á Höfðaströnd og dvaldist þar áratug, fór þá að Brimnesi í Viðvíkur- Friðbjörg Halldórsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.