Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 46

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 46
46 GLÓÐAFEYKIR Arið 1910 gekk Friðbjörg að eiga Gunnlaug Guðmundsson á Ulfs- stöðum, Jónssonar bónda á Fagranesi í Öxnadal, Arnfinnssonar, og konu hans Lilju Sigurðardóttur, alsystur Sigurðar bónda á Skriðu- landi í Kolbeinsdal, Gunnlaugssonar. Ári fyrr (1909) höfðu þau farið að búa í Djúpa- dal í Blönduhlíð, en fóru svo búferlum að Ytri-Kotum í Norðurárdal 1910 og bjuggu þar til 1924, þá 1 ár á Uppsölum, 1 ár í Sól- heimagerði, þá á Grófargili 2 ár og á ípis- hóli 5 ár. Fluttu búferlum að Bakka í Hólmi 1933. Þar deyr Gunnlaugur 6. maí 1938, en Friðbjörg býr áfrarn á jörðinni til 1941; fer þá í húsmennsku að Syðra-Vall- holti 1 ár, en 1942 flytst hún með Jóhanni syni sínum að Víðimýri og fyrst í hús- mennsku, en árið 1943 fær Jóhann jörðina til ábúðar og er hún síðan bústýra hjá honum til æviloka. Börn þeirra hjóna voru 5: Halldór, látinn, Lilja, bústýra í Ás- hildarholti í Borgarsveit, Kristín, húsfr. í Geldingaholti, Jón, bílstj. á Akranesi og Jóhann, bóndi á Víðimýri. Friðbjörg Halldórsdóttir var í góðu meðallagi á vöxt, gervileg kona, myndarleg og vel gefin. Hún var „hógvær en ákveðin í fram- komu, stjórnsöm á heimili, hagvirk og að öllu vel verki farin.“ Ríkur þáttur í fari hennar og beggja þeirra hjóna var greiðvikni og gest- risni og mun margur hafa notið þess, sá er leið átti um Öxnadals- heiði þau árin, er Jrau hjón bjuggu á Ytri-Kotum. Lítt voru þau hjón efnum búin fyrstu búskaparárin, en fyrir frábæran dugnað og hag- sýni voru þau orðin vel stæð við leiðarlok. Stefán Stefdnsson, bóndi á Hofstöðum, lézt þ. 24. ágúst 1961. Fæddur var hann á Svaðastöðum 18. des. 1885. Var faðir hans Stefán. síðar bóndi á Þverá í Blönduhlíð, Sigurðsson, bónda í Gilhagaseli, Sigurðssonar bónda á Mosfelli í Svínadal, Þorleifssonar; átti hann Stefán áður en hann giftist. Móðir Stefáns (yngra) var Theodóra Guðmundsdóttur, vinnum. á Felli í Sléttuhlíð, og kouu hans Mar- grétar Magnúsdóttur, rnikil myndarkona sem og bæði þau foreldrar hans. Nokkurra vikna gamall fór Stefán í fóstur til hjónanna Sölva Kristjánssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur í Hornbrekku á Höfðaströnd og dvaldist þar áratug, fór þá að Brimnesi í Viðvíkur- Friðbjörg Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.