Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 65
GLOÐAFEYKIR
65
hneigður, skýr í hugsun, glaðlyndur, gamansamur og kíminn í bezta
!agi, fór þó dult með. Hann var geðfelldur maður í umgengni, óhlut-
samur, unni öllum góðs og vildi engan mann særa; mun og enga
hafa átt óvildarmenn, enda hvarvetna aufúsugestur. Barnslundina
rarðveitti hann með sjálfum sér alla ævi, enda löðuðust börnin að
honum, fögnuðu honum, hvar sem hann kom, og léku sér við hann
sem jafningja. Það var gagnkvæmur leikur.
Sigvaldi var lengstum ævinnar heilsuveill, einkum síðari árin, og
þoldi illa áreynsluvinnu. Á Sauðárkróki hafði hann jafnan nokkurn
búnað, átti kindur, heyjaði handa þeim á sumrin og hirti um vetur,
en stundaði annars algenga vinnu; var talinn góður verkmaður og
kom sér hvarvetna vel.
Sveinn Sigurðsson, fyrrum bóndi í Bakkakoti í Vesturdal o. v.,
lézt hinn 25. okt. 1962. Hann var fæddnr á Hólum í Hjaltadal 4. maí
1872. Foreldrar: Sigurður, bóndi á Yztu-Grund í Blönduhlíð, Jóns-
son, bónda á Steinhóli í Flókadal, jónsson
ar, og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir,
bónda á Minni-Ökrum í Blönduhlíð o. v.,
Guðmundssonar, og konu hans Margrétar
Bjarnadóttur, húnvetnskrar ættar.
Sveinn dvaldist í æsku með foreldrum
sínum á Yztu-Grund svo og hjá þeim hjón-
um Gísla hreppstjóra Þorlákssyni og Sigríði
Magnúsdóttur á Hjaltastöðum og síðan á
Frostastöðum. Vaxinn maður var hann í
lausamennsku á ýmsum stöðum, m. a. á
Flugumýri um hríð. Reisti bú á Holi í
Tungusveit 1907 og bjó þar til 1909, þá á
Giljum í Vesturdal til 1916, brá þá búi og var í húsmennsku á Gilj-
um um skeið, bóndi í Sölvanesi 1922—1923, bjó aftur á Giljum 1924
— 1935, færði þá bri sitt að Þorljótsstöðum og bjó þar til 1938, á Gilj-
um næstu 2 ár og enn á Þorljótsstöðum með litlum frávikum 1940—
1946, flutti þá búferlum að Bakkakoti og bjó þar til 1948, er hann
brá búi. Var þar síðan heimilisfastur hjá syni sínum, en dvaldist
nokkur síðustu árin að mestu á sjúkrahúsi og elliheimili.
Sveinn var fjármálamaður og vel efnum búinn, umbrotamaður
nokkur, hygginn í verzlun og viðskiptum, hafði á stundum stórt bú,
stundum minna. Hann hafði ágætt vit á skepnum og manna lagn-
astur að hafa af þeim góðar nytjar.