Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 4
4
GLÓÐAFEYKIR
veizlu. Er þessari ósk Magnúsar heitins hér með komið á framfæri,
og vill safnsstjóm eindregið taka undir þessi tilmæli hans. — Vísur,
sem berast, verða varðveittar undir nafni safnanda.
Magnús hafði fengið nokkra vísuhelminga til að botna. Óvíst er
þó, að þeir hafi allir komið til skila. Frestur til að skila botnum
er til 31. des. 1976. Þátttakendur mega nota dulnefni, ef þeim svo
sýnist, en rétt nafn og heimilisfang verður þá að fylgja með í lokuðu
umslagi.
Og hér eru fyrripartarnir:
Úti finn ég ekkert skjól,
inni glæður dvína.
Þó sindri á lofti sólarglit
er svali um fell og ögur.
Um kvenréttindi stendur styrr,
stefnumót hjá konum.
Hvað mun þetta kvennaár
konum íslands færa?
Stakan lifir alltaf á
íslendinga vörum.
O
Harpan mín er heldur stirð,
hreyfi ég sjaldan bogann.
Vetur sindrar fjöllum frá,
fölna myndir hlíðar.
Allt er blátt um land og lón,
lifnar máttur þorsins.
Aldrei drepur atómljóð
alveg ferskeytluna.
Botnið þið svo Skagfirðingar, og sendið árangurinn til Héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga, merkt: Vísnakeppni.
K. B.