Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 5

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 5
GLÓÐAFEYKIR 5 Aðalfundur KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA FYRIR ÁRIÐ 1975 Fundurinn var haldinn í salarkynnum félagsins á Eyrinni á Sauð- árkróki 28. og 31. maí. Formaður félagsins, Gísli Magnússon í Ey- hildarholti, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra sr. Gunnar Gísla- son í Glaumbæ og Geirmund Jónsson, útibússtjóra á Sauðárkróki. Fundarritarar voru kjörnir Haukur Hafstað í Vík og Hilmir Jó- hannesson, Sauðáfkróki. Aður en gengið var til fundarstarfa minntist formaður þeirra fé- lagsmanna, hvers og eins, er látizt höfðu frá því er síðasti aðalfundur var haldinn, í lok maímán. 1975, greindi fæðingardag þeirra og ár sem og dánardag. Höfðu 25 félagsmenn dáið á þessu tímabili. Er það mesta mann fall í liði félagsmanna á einum 12 mánuðum, er getur í allri sögu Kaupfél. Skagf. til þessa. Form. flutti skýrslu félagsstjórnar fyrir sl. ár, en framkvæmdastj., Helgi Rafn Traustason, lagði fram endurskoðaða reikninga og skýrði frá hag og rekstri félagsins á árinu. Fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslum þeiira. Marteinn Friðriksson, framkvæmdastj. Fiskiðjunnar h/f, skýrði frá rekstri hennar á árinu. Mun síðar í þessu hefti birtast stutt yfirlit yfir starfsemi þessa dótturfyrirtækis K. S. Kosnar voru 5 nefndir og tillögum, er fram komu, vísað til þeirra samkv. eðli máls. Raunar var kosin 6. nefndin, er hafði það verk- efni eitt, að stinga upp á mönnum í aðalnefndirnar. Fundir hófust upp úr kl. 2 (14) báða fundardaga og stóðu lengi, síðari daginn til miðnættis, enda umræður miklar og oft fjörugar, haldnar um 100 ræður og vísur flugu um bekki; var annar fundar- ritarinn mestur afkastamaður við vísnaarerðina. O I fundarlok fóru fram kosningar í stjórn svo og til ýmissa fleiri trúnaðarstarfa. Úr stjórn áttu að gana Jóh. Salberg Guðmundsson, sýslum. og bæjarfóg. á Sauðárkr. og Marinó Sigurðsson, bóndi á Álfgeirsvöllum. Voru báðir endurkjörnir. Fyrir voru í stjórninni Gísli Magnússon í Eyhildarholti, form., Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi, ritari, Gunnar Oddsson í Flatatungu, Jónas Haraldsson á Völlum og Stefán Gestsson á Arnarstöðum meðstjórnendur. í vara-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.