Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 8
8
GLÓÐAFEYKIR
Lagfœring á hafnaraðstöðu 1976.
að vekja og magna tortryggni og ríg og jafnvel hreina óvild milli
þessara vinnustétta, sem eiga raunverulega svo margt sameiginlegt
og eru báðar saman kjölfesta og grundvöllur íslenzks þjóðfélags“.
„Kaupfélögin eru ein um það, að hafa áratugum saman haldið
uppi hinni einu og sönnu byggðastefnu, sem til þessa hefur verið
framkvæmd á landi hér, þegar undan er skilinn stuðningur vinstri
stjórnarinnar við bæi og þorp til að komast yfir myndarlegan fiski-
skipastól. „Byggðastefnu" hins opinbera hefur eigi enn orðið mikið
vart í sveitum. Þær hafa ekki til þessa notið mikillar náðunar hjá
svokölluðum Byggðasjóði, né heldur samvinnufélögin, og er þó eng-
um betur trúandi til að hafa hönd í bagga með ráðstöfun opinbers
fjár, þannig að almenningi megi verða til sem rnestra nytja, en ein-
mitt þeim. . . . Ég efast um, að hér sé mikilla breytinga að vænta í
bráð. Það er víst, að enn verða sveitir og sjávarþorp að treysta á eig-
in samtakamátt í formi samvinnufélaga. En þá ber að hafa í huga
að samvinnufélag, kaupfélag, getur eigi til lengdar orðið fjárhags-