Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 10
10
GLÓÐAFEYKIR
sé auðvelt verk og þægilegt. Á framfæri félagsmanna, að þeirn
sjálfum meðtöldum, eru 3.052. íbúar í Skagafirði voru þann 1. des.
1975 4.243 og hafði fækkað um 10 frá 1974. (Þess er rétt að geta hér,
að Fljotahreppamir tveir hafa sitt eigið samvinnufélag. G. M.).
A aðalfundi félagsins eiga 51 fulltrúi sæti úr deildum, og hefur
þar fækkað um einn, úr Rípurdeild, en auk þess eru 13 deildarstjór-
ar, stjórnin, endurskoðendur og kaupfél.stj., er hafa atkvæðisrétt á
aðalfundi, eða samtals 74.
Um sl. áramót voru fastráðnir starfsmenn 179, en þar af voru 25
í starfi hálfan daginn, þannig að föstum starfsmönnum hefur fjölg-
að um 13 á árinu. Útgefnir launamiðar hjá félaginu voru 956 á ár-
inu, en útgefnir launamiðar Fiskiðjunnar 382.
Kaupfélagið og fyrirtæki þess greiddu 297 millj. kr. í laun á ár-
inu, en þar af greiddi Fiskiðjan 72,6 millj. Að auki var greiddur
launakostnaður og hlunnindi 36,6 millj., og eru því heildar launa-
greiðslur kaupfélagsins og Fiskiðjunnar 333,6 millj. kr. og höfðu
hækkað um 23% frá fyrra ári.
Á sl. ári rak kaupfélagið 9 verzlanir, en hætti rekstri Ábæjar í
febrúarmán. 1975. . . . Vörusala nam alls 688,1 millj. kr. og hafði
hækkað um 48% á árinu. Önnur sala, bæði á verkstæðum, skipa-
afgreiðslu, olíurn, benzíni, búvélum og tækjum, mjólk og mjólkur-
vörum, varð 496,8 millj., og er þar um 34% aukningu að ræða frá
fyrra ári.
Velta vöru og þjónustu varð því samt. 1184,9 millj., og hafði
hækkað um 350,1 millj. eða tæp 42%.
Sala á innlendum afurðum með niðurgreiðslum varð samtals á
mjólk, sauðfjár- og nautgiipaafurðum 931,3 millj. og jókst frá f. á.
um 347,7 millj. eða um 60%.
Heildarsöluvelta K. S. á árinu 1975 á innl. og erl. vörum, ásarnt
þjónustusölu, nam alls 2.116,2 millj. kr., og hafði hækkað um 49%.
Velta Fiskiðjunnar varð 265 millj., og varð því heildarvelta hennar
og kaupfélagsins 2.381,2 millj., og hafði hækkað um 51,4% frá f. á.
Á síðasta ári dró verulega úr öllum fjárfestingum á vegnnr félags-
ins sem skiljanlegt er, eftir jafn gífurleg fjárfestingaár, sem verið
hafa undanfarið. Fjárfestingar í húseignum námu 25 millj., en í
vélum og tækjum, áhöldum og innréttingum 13,8 millj. kr. Fjár-
festingar í bifreiðum námu alls 15,3 millj., og urðu því heildarfjár-
festingar 54,1 millj. kr.
Aðalfjárfestingarnar fóru til þess að fullgera stórgripasláturhús
félagsins, sem tekið var í notkun á sl. hausti. Tvö orlofshús fyrir