Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 20
20
GLÓÐAFEYRIR
jafnari og meiri tekjur verkafólks á Sauðárkróki. Jafnframt bygg-
ingu sláturhússins 1952, var byggð upp aðstaða til fiskvinnslu, mið-
uð við útgerð félagsmanna kaupfélagsins, að vísu vel við vöxt til
þeirra hluta. Hinsvegar kom í ljós, þegar möguleikar opnuðust til
vinnslu togarafisks og Akureyrartogarar komu í viðskipti, að stækka
þurfti vinnsluaðstöðu og fiskmóttöku. Það var gert næstu ár, ásamt
byggingu fiskimjölsverksmiðju 1956 og í hana sett bræðslutæki 1957.
Vegna breyttra viðhorfa hjá bæjarstjórn Sauðárkróks í sambandi
við kaup á eignum Sigurðar Sigfússonar og félaga og reksturs Fiski-
vers Sauðárkróks h.f., hætti Sauðárkróksbær samstarfinu um Fisk-
iðju Sauðárkróks h.f., frá 15/5 1959 og Kaupfélag Skagfirðinga leysti
til sín hlutabréf bæjarins. Eftir það hefur Fiskiðjan verið nánast eins
og deild í kaupfélaginu, þó með þeirri sérstöðu að hlutafélagsform-
inu var haldið.
Rekstursaðstaða hefur smám saman verið bætt, tækjum breytt og
vélar keyptar, en húsaskipun að mestu hin sama, þar til endurbygg-
ing eða öllu heldur nýbygging sláturhússins var tekin í notkun, að
betur var unnt að aðskilja vinnuplássið, sem var að nokkru sameigin-
legt, einkum er varðaði snyrtingar og aðra aðstöðu fyrir starfsfólk.
Sameiginlegur rekstur aflvélanna liélst þó áfram.
Miklar og tíðar sveiflur hafa verið í sambandi við rekstur og af-
komu á þessum tuttugu rekstursárum. Auk þeirra breytinga, sem
orðið hafa yfir allt landið og tengjast stjórnarfari og markaðsað-
stæðum, hafa verið miklar sveiflur í öflun hráefnis. Þegar Utgerðar-
félag Akureyringa h.f. hóf rekstur hraðfrystihúss síns, hættu við-
skipti við togara þeirra og varð stopult og lítið hráefni til vinnslu
næstu árin. Útgerð togarans Norðlendings og togskipsins Skagfirð-
ings bættu að vísu nokkuð úr um tíma, en bæði þau útgerðarfélög
komust í þrot. Gerðir voru samningar við togskip um upplögn, og
margt reynt til þess að fá fisk til vinnslu. Mesta lægð er í hráefnis-
öflun árin 1966 og 1967, en þá byggðist vinnslan aðeins á heimabát-
unum, sem fengið höfðu veiðileyfi með dragnót og árið 1967 var
uppistaðan í ársvinnslunni vinnsla á skarkola frá dragnótabátunum
í rúma 4 mánuði. Móttekinn fiskur þetta lélegasta ár var aðeins 489
tonn.
Árið 1968 byrjaði Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. starfsemi sína,
með rekstri 250 tonna togskips. Svo vel vildi til að afli glæddist fyrir
Norðurlandi árin 1968 02: 1969 0? varð árið 1969 mesta framleiðslu-
ár frystihússins og auk þess hafði fyrirtækið á leigu hraðfrystihúsið
á Hofsósi og hélt þar uppi vinnslu mánuðina rnars til júlí, en eftir