Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 24

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 24
24 GLOÐAFEYKIR Loíað - Lógað Til þess að haustslátrun sauðfjár megi ganga sem greiðast og bezt, veltur á miklu, að raunveruleg sláturfjártala hvers og eins víki sem rninnst frá lofaðri tölu — og þó einkum, að eigi sé lofað miklu fleira fé en til slátrunar kemur. En þetta hefur viljað við brenna — og þó mjög misjafnlega mikið hjá deildum og einstaklingum. Sumir hafa freistazt til að lofa of mörgu, er tala sláturfjár var tekin, í von um að þeir kynnu þá að geta lokið slátrun fyrr en ella. Lengi þótti við hæfi að draga 10% frá lofaðri sláturfjártölu til þess að fá nokkurn veginn raunhæfa niðurstöðu. í sumum deildum reyndist þessi fiá- dráttur að öllum jafnaði allt of lítill, í öðrum óþarflega mikill. En þess er skylt að geta, að á síðustu árum hefur þetta færzt nokkuð til réttara horfs. Á síðastl. hausti — 1975 — varð útkoman sú, að í tveim deildum skorti 12% á, að fjárloforð stæðust, 10% vantaði úr einni deild, 8% úr þremur og síðan færra úr öðrum deildum allt niður í 0,6% úr næst-fjárflestu deildinni, en einmitt úr þeirri deild hafa fjárlof- orðin árum saman reynzt langsamlega traustust. Þá má og geta þess, sem er næsta óvenjulegt, að úr einni deild (Sauðárkr.d.) var lógað 34% fleira fé en lofað var. En frávik í þá áttina valda minni röskun. G. M.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.