Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 25

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 25
GLÓÐAFEYKIR 25 Hækkun rekstrarvara (Allmargir bændur kaupa búnaðarblaðið Frey. Gera má þó ráð fyrir að þeir, sem fá Glóðaf. í hendur hér um slóðir séu fleiri en hinir, sem lesa Frey. Fyrir því þykir eigi illa á því fara að birta hér smágrein, er kom í 1L—12. h. Freys nú í júnímán. Greinin er birt með leyfi ritstj. Freys. Fer hún hér á eftir): „Samkvæmt nýjum upplýsingum hafa rekstrarvörur landbúnaðar- ins, þær, sem koma inn í verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara, hækk- að sem hér segir frá ársbyrjun 1975. Hækkanir þessar eru, að undan- skilinni áburðarverðshækkuninni, komnar inn í verðlagsgrundvöll- inn, en auk þess eru svo ákveðnar en ótaldar hér: nýorðin hækkun á bensínverði og ýmsar hækkanir á opinberri þjónustu: Gjaldaliðir: Hækkun í %: Gjaldaliðir: Hækkun í %: Kjarnfóður 42,2 Varahlutir .... 81,0 Áburður 141,0 Bensín .... 30,8 Timbur 38,7 Dísilolía .... 77,3 Þakjárn 70,1 Smurningsol., frostl., .... 129,7 Málning 79,1 Skuldavextir .... 42,2 Annað 61,1 Fasteignaskattur . . . .... 80,2 Girðingarstaurar 67,5 Rafmagn . . . . 41,7 Gaddavír 181,5 Laun .... 56,3 Flutningskostnaður 28,7 Ýmislegt .... 63,9 Aðk. viðgerðavinna v. véla 46,0 Vegið meðaltal: . . . . .... 57,0 Hækkun þessi nemur samanlagt kr. 1.363.930 útgjaldaaukningu á ári fyrir grundvallarbúið. Sé reiknað með 5.000 búum, nemur þessi hækkun útgjaldaauka upp á 7 milljarða fyrir bændur. Aukning stofnlána. Á sl. ári jukust stofnlán til sjávarútvegs um 90%. Stofnlán til iðn- aðar voru aukin um tæp 70%, en til landbúnaðarins jukust stofnlán- in um 32%. Þess ber þó að geta, að í tölunni yfir stofnlán til land- búnaðarins eru líka lán til íbúðarhúsa í sveitum, þar á meðal íbúð- arhús ýmissa annarra en bænda, en eins og kunnugt er, eru fjárfest- ingar til íbúðarhúsabygginga ekki tíundaðar hjá hinum atvinnu- vegunum".

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.