Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 27

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 27
GLÓÐAFEYKIR 27 Hjá honum undi hún allvel og lengi við ylinn frá könnunni. Það er svo ljúft fyrir dáðríka drengi að dunda við kvenfólkið. Það er gamall og góður siður gesti að hýsa um nótt. Kjólinn þinn læsti karlinn minn niður. — „Komdu og sæktu hann fljótt". „Við kvenfélagskonur vorum á ferðalagi, komum frá Ólafsfirði og fórum niður Fljót. Það var unaðslegt veður um kvöldið, svo að okkur datt í hug að fara fram í Flókadal, en komumst ekki lengra á stórum bíl en fram að Stóru-Reykjum, vegurinn var hinum megin við ána, en það sáum við ekki fyrr en of seint og urðum að snúa við“. Blessuð sólin gyllir grund geislum aftanroða. Fjörug líka fýsir sprund Flókadal að skoða. Að Stóru-Reykjum stefndum við, þar stígurinn tók að þrengjast. Þar var og kröftugt kúahlið — við komumst ekki lengra. Varasöm er vinstri leið — og viðsjáll aftansvalinn. Hægri virtist glögg og greið gatan fram í dalinn. „Skógarþröstur vakti mig af værum svefni einn sólríkan vormorg- un. Hann sat á ljósastaur utan við gluggann". Þar stendur litli staurbúinn og stillir hörpu sína. Mig vekur sætur söngur þinn — senn er liðin gríma.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.