Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 31

Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Eg verð víst að teljast hafa verið fremur laus við heimilið, einkum framan af árum, en stundaði vinnu hér og þar, sérstaklega að sumr- inu. Hafði þá að sjálfsögðu fólk við heyskapinn. Meðal þess, sem eg vann að utan heimilis, voru plægingar. Voru þær að sjálfsögðu stund- aðar með hestum því þá voru ekki vélknúin jarðvinnslutæki komin til sögunnar. Plægingarnar stundaði eg víðsvegar um Skagafjörð en einnig norður í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Kannski má segja að eg hafi verið einskonar atvinnurekandi á þessu sviði því stundum voru þetta þrír til fjórir menn við plægingar á mínurn vegum. Þeg- ar eg var í Þingeyjarsýslunni var Vilhjálmur Óskarsson frá Kjartans- staðakoti með mér, duglegur maður og góður félagi. Við fórum austur í byrjun túnasláttar og komum heim viku fyrir göngur. Var þetta 8 vikna útivist. Mér líkaði yfirleitt vel hjá þingeyingum en þótti það ókostur hvað illt var sumsstaðar um haga fyrir hestana og þá jafnframt langt að flytja þá á sæmilegt haglendi. í Þingevjar- sýslum kynntist eg ýmsum góðum og skemmtilegum mönnum, en of langt mál yrði að rekja þau kynni að ráði hér. Þó get eg ekki stillt mig um að nefna hér sérstaklega til sögu einn mann, sem mér er mjög minnisstæður. Við Vilhjálmur vorum við plægingar austur í Kelduhverfi og maðurinn, sem raunverulega réði okkur til starfans, hafði ráðstafað okkur í vikutíma að Efri-Hólum í Núpasveit, til Friðriks bónda þar. Svo vildi til, að för okkar í Efri-Hóla bar upp á sunnudag. Fólk í Kelduhverfi hafði hugsað sér að nota sunnudag- inn til þess að bregða sér í skemmtiferð í Asbyrgi. Lagði það að okk- ur Villa að verða samferða og létum við tilleiðast, hverju við sáum ekki eftir því Ásbyrgi er í senn stórfengleg og undrafögur náttúru- smíð. I bakaleiðinni lentum við í svartamyrkri, því að þetta var síðla sumars, en er leiðir skildu sögðu Keldhverfingar okkur til vegar í Efri-Hóla. Við skyldum fara yfir trépall, sem brátt yrði á leið okkar og svo eftir götutroðningum úr því. Jú, við rákumst á trépallinn, fórum yfir hann en þá hurfu göturnar. Framundan voru stórþvfðir móar, við lentum í vandræðum með hestana, sem rásuðu sitt á hvað í myrkrinu, enda við ekkert að styðjast fyrir þá fremur en okkur. Þvældumst við þó áfram í myrkrinu en vissum ekkert hvar við vor- um staddir né hvert við fórum, ókunnugir menn í öðrum sóknum, eins og þar stendur, og komið langt fram á nótt. Loks eygðum við ljóstýru, sem við áttum þó ekki von á á þessum tíma sólarhringsins. Þótti okkur nú heldur vænkast hagur Strympu og tókum stefnu á ljósið þótt auðvitað gætu ýmsar torfærur skilið á milli þess og okk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.