Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 33

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 33
GLÓÐAFEYKIR 33 ur hesta okkar, lagði á þá og spennti þá fyrir plóginn. Við þurftum ekkert fyrir því að hafa. Eg sá hann aldrei ganga sjálfan að slætti, en hann dengdi alla ljái og mun hafa tekið daginn snemma til þess, því við Villi vöknuðum alltaf við dengingarhljóðið á morgnana. Vinnutíminn hjá okkur Villa var 10 klst á dag, og við unnum alltaf báðir í einu þannig, að við plægðum hvor á eftir öðrum. En það voru ekki allir jafn miklir höfðingjar og Friðrik á Efri- Hólum, enda mátti nú kannski fyrr vera. Svo var t. d. ekki á bæn- um, sem við enduðum á. Við komum þá frá Fjöllum í Kelduhverfi og mun það hafa verið laust eftir miðaftan. Húsfreyja spurði hvort við hefðum drukkið miðaftanskaffið á Fjöllum. Eg hef nú löngum verið nokkuð drjúgur við kaffidrykkjuna og langaði sannast að segja í kaffi en datt í hug, að frúin ætlaði e.t.v. að komast hjá að eyða því í okkur. Á hinn bóginn var þarna með okkur maður frá Fjöllum og því kunni eg ekki við annað en segja eins og var, að við hefðum drukkið kaffið þar. Við plægðum svo í 5 klst. og fengum hvorki vott né þurrt. Um kvöldið spurðum við hvar við ættum að hafa hestana og var vísað á hólf sunnan við túnið. í ljós kom, að þar var ekki stingandi strá. Kom okkur ekki til hugar að láta hestana í þá hungurkví en slepptum þeim beint í túnið. Var þá komið svarta myrkur. Gengum við nú til bæjar en létum ekkert á því bera hvað við hefðum gert við hestana. Fengum við hinn besta beina og und- um allvel okkar hag. Kom svo bóndi í bæinn og sýndist okkur á hon- um nokkur gustur. ,,Hver ræður því að hestarnir eru hafðir í túninu", spyr hann. ,,Það geri eg“, var svar mitt. „Viltu þá fara með þá“ — þetta, sem hann tiltekur og við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að sú ferð mundi taka á annan klukku- tíma. ,,Nei,“ segi eg, „en eg skal gera annað: fara með hestana strax í kvöld og koma hér aldrei aftur“. Þegar karl sá, að nrér var þetta fullkomin alvara jafnaði hann sig og hestarnir fengu að vera þar, sem þeir voru komnir. Friðrik á Efri-Hólum langaði mikið til þess að kaupa af mér grá- an hest, sem eg var með. Eg sagði sem var, að Gráni væri minn besti plóghestur og mundi eg ekki selja hann hvað, sem í boði væri, en bauð honum annan í staðinn. Ekki vildi Friðrik fallast á það. Svo kom símskeyti frá Víkingavatni þess efnis, að Friðrik á Efri-Hólum vilji tala við mig í síma þá um kvöldið. Eg fór í símann og Friðrik segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.