Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 34

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 34
34 GLÓÐAFEYKIR „Eg átti nú í rauninni ekki annað erindi við þig en að heyia í þér röddina einu sinni enn því að líklega heyri eg hana ekki aftur“. Að stundarkorn liðnu fer hann að impra á því að eg selji sér Blá- grána minn og bauð í hann 300 kr. Eg neitaði sem fyrr. „Nú, en þú vilt samt selja mér annan á 250 kr,“ segir Friðrik. „Já, það skal eg gera en nú er eg að fara lieirn og skil þá bara hest inn eftir.“ „Hvemig fer þá með borgunina?“ „Eg hef engar áhyggjur af henni, hún kemur einhverntíma". „Jæja, nú held eg að Barði minn (sonur Friðriks) verði ánægður, hann vildi endilega að eg keypti af þér hest“. Og borgunin kom frá Friðrik, ekki vantaði það. Friðrik á Efri- Hólum er einhver sá alskemmtilegasti maður, sem eg hefi kynnst um dagana. — Hvert var nú kaupið, sem þú hafðir við plægingarnar? — Þarna eystra var það kr. 25 á dag fyrir mann og fjóra lresta, þingeyingarnir buðu það, en hér í Skagafirði var það kr. 16,00. — Nú fékkst þú um langt skeið mikið við hrossaverslun, Jóhann. — Já, það var nú svo, að þegar mæðiveikin tók að herja á sauðfé bænda í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, þá gripu margir til þess ráðs að ala upp bross til slátrunar í því skyni að vega nokkuð upp á móti minnkandi tekjum af sauðfénu. Fyrst keypti eg hrossin fyrir eigin reikning en síðar varð eg einskonar umboðsmaður Hrossasölu- samlagsins, eftir að það komst á fót. Hrossin voru rekin til Akur- eyrar og þeim slátrað þar. — Hvernig var það á meðan þú keyptir hrossin fyrir eigin reikn- ing, slappstu alltaf skaðlaus út úr viðskiptunum? — Já, það minnir mig, en hagnaðurinn var nú kannski ekki alltaf mikill. Eitt haustið sat eg reyndar uppi með allmörg hross, sem eg gat ekki selt. Eg átti þau þá bara yfir veturinn. Þau gengu af á Mælifellsdalnum og haustið eftir seldi eg Hrossasölusamlaginu þau en þá var það tekið til starfa. — Nú fóru þessi hrossakaup fram síðla hausts og snemma vetrar, lentirðu aldrei í neinum erfiðleikum með að koma hrossunum norður? — Sjaldan var það en þó man eg eftir einni ferð, sem var ansi erfið. Þá vorum við tvo sólarhringa að komast yfir Öxnadalsheið- ina, vegna ófærðar, enda vorum við með mikinn fjölda hrossa. Þeg- ar við, seint og um síðir, vorum komnir norður í Klif, tók hestur frá Nautabúi sig út úr hópnum, braust niður í gilið, niður í Heiðará

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.