Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 34

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 34
34 GLÓÐAFEYKIR „Eg átti nú í rauninni ekki annað erindi við þig en að heyia í þér röddina einu sinni enn því að líklega heyri eg hana ekki aftur“. Að stundarkorn liðnu fer hann að impra á því að eg selji sér Blá- grána minn og bauð í hann 300 kr. Eg neitaði sem fyrr. „Nú, en þú vilt samt selja mér annan á 250 kr,“ segir Friðrik. „Já, það skal eg gera en nú er eg að fara lieirn og skil þá bara hest inn eftir.“ „Hvemig fer þá með borgunina?“ „Eg hef engar áhyggjur af henni, hún kemur einhverntíma". „Jæja, nú held eg að Barði minn (sonur Friðriks) verði ánægður, hann vildi endilega að eg keypti af þér hest“. Og borgunin kom frá Friðrik, ekki vantaði það. Friðrik á Efri- Hólum er einhver sá alskemmtilegasti maður, sem eg hefi kynnst um dagana. — Hvert var nú kaupið, sem þú hafðir við plægingarnar? — Þarna eystra var það kr. 25 á dag fyrir mann og fjóra lresta, þingeyingarnir buðu það, en hér í Skagafirði var það kr. 16,00. — Nú fékkst þú um langt skeið mikið við hrossaverslun, Jóhann. — Já, það var nú svo, að þegar mæðiveikin tók að herja á sauðfé bænda í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, þá gripu margir til þess ráðs að ala upp bross til slátrunar í því skyni að vega nokkuð upp á móti minnkandi tekjum af sauðfénu. Fyrst keypti eg hrossin fyrir eigin reikning en síðar varð eg einskonar umboðsmaður Hrossasölu- samlagsins, eftir að það komst á fót. Hrossin voru rekin til Akur- eyrar og þeim slátrað þar. — Hvernig var það á meðan þú keyptir hrossin fyrir eigin reikn- ing, slappstu alltaf skaðlaus út úr viðskiptunum? — Já, það minnir mig, en hagnaðurinn var nú kannski ekki alltaf mikill. Eitt haustið sat eg reyndar uppi með allmörg hross, sem eg gat ekki selt. Eg átti þau þá bara yfir veturinn. Þau gengu af á Mælifellsdalnum og haustið eftir seldi eg Hrossasölusamlaginu þau en þá var það tekið til starfa. — Nú fóru þessi hrossakaup fram síðla hausts og snemma vetrar, lentirðu aldrei í neinum erfiðleikum með að koma hrossunum norður? — Sjaldan var það en þó man eg eftir einni ferð, sem var ansi erfið. Þá vorum við tvo sólarhringa að komast yfir Öxnadalsheið- ina, vegna ófærðar, enda vorum við með mikinn fjölda hrossa. Þeg- ar við, seint og um síðir, vorum komnir norður í Klif, tók hestur frá Nautabúi sig út úr hópnum, braust niður í gilið, niður í Heiðará
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.