Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 36

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 36
36 GLÓÐAFEYKIR Nú vildi svo til að Jón í Finnstungu, nú bóndi í Ártúnum, var gestkomandi í tjaldi okkar Jósafats, en Jón var einnig í verðinum. Þegar Jósafat var farinn byrjaði eg þegar að maula jólakökuna. Sagði þá Jón: „Ertu búinn að gleyma því, sem Jósafat sagði, að þú ættir að hafa jólakökuna handa gestum en ekki eta hana sjálfur?" Jónas Illugason frá Brattahlíð kom einu sinni frameftir til okkar Jósafats, þá orðinn fjörgamall. Hann sagðist vera kominn til þess að kveðja heiðina. Var hann hjá okkur Jósafat í viku og riðu gömlu mennirnir saman um heiðina á daginn. Jónas var margfróður og bráðskemmtilegur karl. Eg orti til hans þessa vísu: Marsra góða gesti hér o o o að garði hefur borið. Jónas af þeim öllum ber eins og hausti vorið. Jónasi þótti vænt um vísuna en sagði, að eg meinti þetta nú varla. Eitt sinn bar það við er eg var á leið frarnan heiðina og út í tjald að á eftir mér komu tveir stórir rútubílar. Magnús heitinn Frímanns- son var þá í tjaldi með mér. Eg fór út af veginum til þess að hleypa bílunum framhjá en þeir námu þá staðar á hlið við mig. Bílstjórinn á fremri bílnum fór að spjalla við mig og spyrja mig að ýmsu. Mað- ur í aftari bílnum var einnig að kalla og spyt'ja svo að eg færði mig til hans. Það var þá Hallgrímur Jónasson, sá kunni hagyrðingur. fjalla- og ferðagarpur. Við Hallgrímur erum frændur en eg sagði honum að annar, enn nánari frændi hans, væri þarna í verðinum, Magnús Frímannsson. „Jæja,“ sagði Hallgrímur, „er hann þarna, eg bið að heilsa hon- um.“ „Viltu ekki heilsa honum sjálfur, eg skal senda ykkur hesta svo þið getið fengið ykkur reiðtúr.“ Sveinn minn osr Sigfús Steindórsson fóru svo með 5 hesta fram- eftir og til baka komu Hallgrímur, danskur maður, íslensk kona og tvær Reykjavíkurfrúr. Dvöldu þau hjá okkur í tjaldinu fram á kvöld og varð af góður gleðskapur. Ólafur minn í Álftagerði bað mig að hnoða saman vísu, sem hægt væri að kveða um kvöldið, í tilefni af þessari heimsókn, og varð hún einhvernveginn svona:

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.