Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 36

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 36
36 GLÓÐAFEYKIR Nú vildi svo til að Jón í Finnstungu, nú bóndi í Ártúnum, var gestkomandi í tjaldi okkar Jósafats, en Jón var einnig í verðinum. Þegar Jósafat var farinn byrjaði eg þegar að maula jólakökuna. Sagði þá Jón: „Ertu búinn að gleyma því, sem Jósafat sagði, að þú ættir að hafa jólakökuna handa gestum en ekki eta hana sjálfur?" Jónas Illugason frá Brattahlíð kom einu sinni frameftir til okkar Jósafats, þá orðinn fjörgamall. Hann sagðist vera kominn til þess að kveðja heiðina. Var hann hjá okkur Jósafat í viku og riðu gömlu mennirnir saman um heiðina á daginn. Jónas var margfróður og bráðskemmtilegur karl. Eg orti til hans þessa vísu: Marsra góða gesti hér o o o að garði hefur borið. Jónas af þeim öllum ber eins og hausti vorið. Jónasi þótti vænt um vísuna en sagði, að eg meinti þetta nú varla. Eitt sinn bar það við er eg var á leið frarnan heiðina og út í tjald að á eftir mér komu tveir stórir rútubílar. Magnús heitinn Frímanns- son var þá í tjaldi með mér. Eg fór út af veginum til þess að hleypa bílunum framhjá en þeir námu þá staðar á hlið við mig. Bílstjórinn á fremri bílnum fór að spjalla við mig og spyrja mig að ýmsu. Mað- ur í aftari bílnum var einnig að kalla og spyt'ja svo að eg færði mig til hans. Það var þá Hallgrímur Jónasson, sá kunni hagyrðingur. fjalla- og ferðagarpur. Við Hallgrímur erum frændur en eg sagði honum að annar, enn nánari frændi hans, væri þarna í verðinum, Magnús Frímannsson. „Jæja,“ sagði Hallgrímur, „er hann þarna, eg bið að heilsa hon- um.“ „Viltu ekki heilsa honum sjálfur, eg skal senda ykkur hesta svo þið getið fengið ykkur reiðtúr.“ Sveinn minn osr Sigfús Steindórsson fóru svo með 5 hesta fram- eftir og til baka komu Hallgrímur, danskur maður, íslensk kona og tvær Reykjavíkurfrúr. Dvöldu þau hjá okkur í tjaldinu fram á kvöld og varð af góður gleðskapur. Ólafur minn í Álftagerði bað mig að hnoða saman vísu, sem hægt væri að kveða um kvöldið, í tilefni af þessari heimsókn, og varð hún einhvernveginn svona:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.