Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 39

Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 39
GLÓÐAFEYKIR 39 oftar, hafði staðið yfir hjá okkur ofurlítill dagamunur. Samt sem áður þurftum við nú að borða eitthvað og það lenti á mér, þrátt fyrir litlar gáfur á því sviði, að sjá um eldamennskuna. Og eg fór að elda kjötsúpu á prímusnum. Potturinn var loklaus og nam barm- ur hans við borðbrúnina. Meðal fátæklegra ljósfæra okkar í tjaldinu var týruskömm og stóð hún jafnaðarlegast á borðinu. Eg tók eftir því, að hún var ekki á sínum stað og varð nokkurt umtal um hvað af henni hefði orðið en enginn kannaðist við að hafa haft á henni hönd. Sýður nú kjötið og súpan og að því kemur, að eg fer að færa upp kjötbitana. Jæja, kemur þá ekki allt í einu týruskrattinn upp úr súp- unni og mér verður að orði: „Þarna er þá týran“. En það er af okkur félögum að segja, að við gátum ekki fengið af okkur að fleygja svo ágætum mat sem þeim, er þarna var búið að tilreiða og borðuðum við allir kjötið og súpuna með bestu lyst. Og hið merkilega var, að enginn fann hið minnsta olíubragð að matn- um. Vildu sumir halda því fram, að týran hefði verið tóm en svo var nú ekki. Hitt er trúlegra, að ofían hafi gufað upp við suðuna. En það voru víst þessi lítilfjörlegu mistök við eldamennskuna, að sjóða týruna með kjötinu, sem Ólafur í Álftagerði byggði á þann dóm sinn, að eg væri hið mesta fífl á sviði matreiðslunnar og var honum að vísu nokkur vorkunn. Á þessum árum var minna um ferðamenn á heiðum uppi en nú er orðið. Þó voru þeir nokkrir, sem þarna áttu leið um. Eg hef áð- ur getið um Hallgrím Jónasson og félaga hans. En fleiri góða gesti bar að garði hjá okkur þama í öræfadýrðinni. Eitt sinn komu tvær stúlkur á Hveravelli. Hugðust þær dvelja þar um hríð og treystu á að ná í einhvern bíl til baka, en þær voru úr Reykjavík. En tíminn leið og varð að hálfum mánuði án þess að bólaði á bíl. Tóku þær nú að örvænta um sinn hag og færðu það í tal við mig, hvort eg vildi ekki reiða þær suður í Árskarð er eg færi í vörðinn. Það sagðist eg ekki gera því að þær væra engu betur settar þar. En talandi væri um, að eg kæmi þeim norður í Fossa, svo þær losnuðu úr útlegðinni. Féllust þær á það. Eg fékk nú lánaða tvo hnakka og Bóas í Bólstaðar- hlið, sem þarna var í verðinum, fylgdi okkur útyfir Blöndu og Ströngukvísl. Þær voru í stólpaflóði en stúlkurnar okkar, sem hétu Björg og Rakel, stóðu sig eins og hetjur. Eftir að Bóas var riðinn til baka fóru þær að spyrja mig eftir mönnum þeim, sem með mér voru í verðinum, hvort þeir væru kvæntir og þar fram eftir götunum. Eg saafðist ekki vita annað en Bóas væri ólofaður. O
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.