Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 40
40
GLÓÐAFEYKIR
Góður heyfengur.
„Það var skakkt af okkur að kyssa hann ekki fyrir samfylgdina,"
sagði Björg.
„Þú hefðir þá orðið að annast þá þjónustu", svaraði Rakel, „þú
ert ógift“.
Segi eg þá sögu ekki lengri og verður hver að álykta fyrir sig um
það, með hverjum hætti Bóasi voru greidd fylgdarlaunin. Riðum
við svo út Galtarárdrög en þar liggur slæm kelda, alveg fram í á.
Brugðum við á það ráð, að ríða út í ána og kornast þannig fyrir
kelduna. Svo illa vildi til er við fórum út í ána, að Rakel rak annan
fótinn í bakkann og meiddi sig dálítið. Samt stungu þær upp á því,
að eg snéri nú við og mundu þær komast til byggða á eigin spýtur.
Eg kvaðst nú ekki kunna við að skilja þær eftir fylgdarlausar uppi á
heiðum og aðra þar að auki halta. Mundi eg ekki skiljast við þær
fyrr en niðri á Fossum, eins og ákveðið var í upphafi, og náðum við
þangað um nóttina. Ekki vildu þær að eg vekti upp, þær gætu legið
í hlöðu til morguns. Eg sagðist aldrei koma í Fossa án þess að gera
vart við mig og tafði eg þar um hríð. Guðmundur stakk upp á því
að eg legði mig til morguns og færi svo í fyrramálið.
„Eg er nú með hnakkana hinna“, svaraði eg.
„Við skulum þá ekki tala meira um það“, sagði Guðmundur, með
sinni venjulegu hægð.