Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 42

Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 42
42 GLÓÐAFEYKIR honum á næturvaktinni, af tilviljun þó, því að hann var sendur með einhver skilaboð og flutti okkur þau á íslensku. Þetta var Guðmund- ur nokkur Sveinsson frá Fossi á Síðu, bróðir Runólfs heitins land- græðslustjóra og þeirra systkina. Eg var fyrst til húsa í skólanum, hjá Pétri Lárussyni frá Steini, en hann var þar umsjónarmaður. Þegar svo þurfti að rýma skólann kom Pétur mér, óumbeðið, fyrir hjá Sigtryggi Árnasyni, lögreglu- þjóni, ágætismanni. Af þeim þremur árum, sem eg var á Vellinum, var eg tvö ár verkstjóri. íslendingur nokkur, sem var verkstjóri, hætti og benti á mig í staðinn. Á því voru raunar þeir annmarkar, að eg kunni ekki stakt orð í ensku og var eg því tregur til. En yfir- verkstjórinn skarst þá í leikinn, heimtaði að fá mig í þetta starf og varð það úr. Held eg, að mér hafi tekist þetta vonum framar. Yfir- verkstjórinn var prýðismaður en strangur með vinnu. Stundum stóðu strákamir aðgerðalausir og mösuðu saman og eg þá gjarnan líka. En jafnan þegar bólaði á yfirverkstjóranum þutu þeir upp til handa og fóta og fóru að vinna af kappi, en eg stóð eftir sem áður. Þegar hann svo hætti verkstjórninni gaf hann mér forláta armband og mikið af fötum. — Kynntistu engum hagyrðingum á Vellinum? — O-jú, það gerði eg nú og þar var þónokkuð ort. Þarna var t.d. þingeyingur, Jónatan Stefánsson að nafni, hagorður vel. Þá má nefna Svein Kristinsson, frænda þinn, og Jón nokkurn Sigurðsson, sem áður vann við litun í Gefjun á Akureyri. F.itt sinn sagði Jónatan: Yrkja fagurt enn í dag ýmsir skagfirðingar. Jón bætti þegar við: Geymir sagan ljóð og lag, lifi hagyrðingar. Sveinn var í tilhugalífinu um þessar mundir, tók sér frí og ætlaði að vera í Reykjavík um tíma. Var ákveðið að senda honum skeyti í ljóðum. Skyldum við Jónatan yrkja sína vísuna hvor en Jón velja á milli þeirra. Sveinn átti sama afmælisdag og eg og þetta átti eigin- lega að vera afmælisósk. Svo komum við inn í kaffiskúrinn og höfð- um yfir vísurnar. Jón sagðist velja mína vísu en hún er svona:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.