Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 44
44
GLÓÐAFEYKIR
„Það eru ekki nema tveir jábræður til í veröldinni, þekkir þú
þá nokkuð, Jónatan?“
,,Eg væri til með að vera annar ef Jóhann væri hinn,“ svaraði
Jónatan.
Fyrsti verkstjóri minn á Vellinum hét Ingvar Jóhannsson. Eg
sendi honum þessa vísu á brúðkaupsdegi hans:
Bjart er til sjávar og sveipar nú fjöll
sólgeislahjúpurinn fagur,
megi svo líða fram ævin þín öll,
eins og þinn hamingjudagur.
Seinna kom Ingvar eitt sinn til mín og sagði að nú væri vinur
sinn einn að gifta sig og nú yrði eg að duga sér vel, því sig langaði
til þess að senda honum vísu. En hún þurfi ekki að vera brúðkaups-
ljóð því hann sé búinn að senda skeyti. Þessi vinur hans var svart-
hærður en Ingvar bjarthærður og eigi það að koma fram í lok vís-
unnar. Eg taldi nú ekki gott í efni því svart merki ljótleika en bjart
fegurð, en segi samt:
Dyggð undir dökkum hárum
dró mig svo fast að þér.
Þar, á umliðnum árum,
unað best hef eg mér.
Hér í landinu lengi,
lifðu svo munahress,
vafinn gæfunnar gengi,
Glókollur biður þess.
Stúlka, kölluð Ragna, vann þarna í skrifstofunni. Hún eignaðist
tvö börn með ameríkana, fór með honum út en þar skildu þau og
hún kom heim. Hún bað mig að yrkja þakkarávarp til mömmu
sinnar fyrir það hvað hún hefði reynst börnunum vel:
Börnin mín smáu, sem huggarðu hér,
þeim hefurðu gefið svo margt
það besta, sem áttu, því óska eg mér
á ævinnar kvöldi þau hlynni að þér
og geri það brosandi bjart.