Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 46

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 46
46 GLÓÐAFEYKIR Úr Leirgerði FRAMHALD Um kveðskap á sýslufundi 1952 er fátt að segja og var ærin ástæða til, því að Jón á Bakka, sem jafnan stóð í mestum stórræðum við kveðskapinn, var rétt fyrir sýslufund lagður inn á sjúkrahúsið, sár- þjáður af gigt og fleiri kvillum. Var því dauft yfir fundinum og saknaði ritari mest síns garnla vinar. Orti hann eitt sinn, er kontið var á fund: Enginn prjónar óðarmál. Enginn „sjón“ að morgni. Enginn dóni yljar sál. Enginn Jón í horni. (Jón sat við fundarborð í horni fundarsalar G.M.). Sæti Jóns tók Bessi hreppstjóri Gíslason í Kýrholti, og þótt þeir ritari og hann væru miklir vinir og auk þess frændur, bætti það rit- ara ekki eftirsjá Jóns, og má af því marka hversu vinátta þeirra var náin og margslungin ótal tryggðaböndum. Eitt sinn orti ritari, er honum varð litið í sæti Jóns og sá Bessa sitja þar: Að oss sækir andlegt tjón, ofan þingið setur: Fyrir hvassbrýnt konungsljón kemur Bessa-tetur. Eyrir sýslufundi lá krafa úr Skarðshreppi fyrir björgun á kindum úr svonefndum „Skorum", sem eru nyrzt í Tindastóli. Var það Skefl- unga, að svara þar til saka. En ekki kváðust þeir skyldir til þess og þverneituðu, og var þá málinu vísað til sýslunefndar. Allsherjarnefnd hafði málið til meðferðar, en formaður hennar var Hermann á Mói. Kvað nefndin upp úrskurð sinn eftir viku og var hann á þá leið, að Skeflungar skyldu greiða kr. 700,00, en sýslan kr. 350,00, sem voru laun sigmanns (Marons Sigurðssonar). Her-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.