Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 47
GLÓÐAFEYKIR
47
mann vildi láta Skeflunga greiða allan kostnaðinn, en hitt var þó
samþykkt. Um þetta orti ritarí svonefndar Skorar-vísur:
Allsherjarnefndin oní Skorur datt,
ei hefur þetta sýslumanninn glatt.
Yfir: Björgin, ís og hélu smurð.
Undir: Kolblár sjór og heljarurð.
Þarna háði ’ún hartnær viku stríð
hungruð, skjóllaus, þjáð af kuldatíð.
Hermann þóttist hitta færa leið,
en hinir vildu ei fara þessa skeið.
Seinast Maron sé í klettaþró,
um sérhvern þeirra traustum böndum sló
og dró þá alla upp á gróna jörð.
Afrek það er frægt um Skagafjörð.
Strendir sluppu, en Skeflungunum skall
skaðvænt okurgjald við þetta fall.
Líka hafa sumir sasr mér að
sýslumanni blæddi í herkostnað.
Þeir kvöddu glaðir geigvænt klettaból,
sem gnapir hvassbrýnt nyrzt í Tindastól.
Aldrei framar álpist þangað kind,
sem útgjöld baki Steini í neinni mynd.
Skýringar: Strendir: Reykstrendingar í Skarðshr. Skeflungar:
Skefilsstaðahr.menn. Steinn: Steinn L. Sveinsson, hr.stj. á Hrauni
í Skefilsst.hr., var þá oddviti, og neitaði í fyrstu að greiða kröfuna.
Umræðufundir um ýmis héraðsmál o. fl. eru jafnan haldnir tvo
síðustu daga Sæluvikunnar og svo var einnig að þessu sinni, vetur-
inn 1952. I fundarlok þakkaði síra Helgi Konráðsson, prófastur á
Sauðárkróki, ræðumönnum og sömuleiðis fundarmönnum fyrir
komuna, en gat þess jafnframt, að á fundina nú hefði vantað einn
ágætan fundarmann, sem jafnan hefði tekið mikinn þátt í umræð-
unum og öllum til ánægju, er á hann hlýddu. Þessi maður væri Jón
á Bakka, sem nú lægi á sjúkrahúsinu og hefði því hvorki getað mætt