Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 52

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 52
52 GLÓÐAFEYKIR Fallnir félagar Þorsteinn Stefánsson, fiskimatsm., Hofsósi, lézt þ. 29. júní 1970. Hann var fæddur í Bæ á Höfðaströnd 27. jan. 1903. Foreldrar: Stefán útvegsbóndi í Bæ Jóhannesson, bónda á Þönglaskála, Davíðs sonar, og kona hans Hólmfríður Þorsteins- dóttir síðast bónda í Svínavallakoti í Lhia- dal, Jónssonar, en kona Þorsteins eldra og móðir Hólmfríðar var Valgerður Jóhannes- dóttir frá Heiði í Sléttuhlíð. Fóru þeir báð- ir í sjóinn, faðir Þorsteins og afi, Stefán drukknaði 1938 en Jóhannes 1876. Þorsteinn óx upp í Bæ með foreldrum sínum. Frá barnæsku voru störf hans öll tengd sjómennsku og iitgerð í félagi við föður hans og bróður. Vélbát átti hann um skeið og fór sjálfur með. Hann var harðdug- legur maður meðan heilsa entist og vand- virkur að sama skapi. Þeir bræður, Þorsteinn og Jóhannes, reistu stórt íbúðarhus í Bæ og bjuggu þar með fjölskyldum sínum nálega tvo tugi ára. Árið 1945 fluttist Þorsteinn inn í Hofsós og bjó þar til lokadags. Um hríð var hann sjúklingur á Kristneshæli og átti við heilsuleysi að stríða í nrörg ár, náði að vísu aftur nokkurri heilsu en þó eigi svo, að þyldi áreynsluvinnu. Síðustu árin allmörg hafði hann á hendi fiskmat og sýndi í því starfi sem öðrum frábæra trú- mennsku og skyldurækni. Árið 1926, þ. 11. des., gekk Þorsteinn að eiga Láru Arnaclóttur, skósmiðs í Hofsósi Halldórssonar, bónda í Melshúsum syðra, Er- lendssonar, og konu hans Láru Sigfúsdóttur. Lifir hún mann sinn ásamt með einkasyni þeirra hjóna, Ólafi, er stundar sjómennsku o. fl. og hefur jafnan talið sér heimili hjá foreldrum sínum, enda þótt oft hafi sótt atvinnu á aðra staði. Þorsteinn Stefánsson var góður meðalmaður á vöxt, þykkur undir hönd. Hann var drengur góður og hverjum manni hugþekkur, jafnlyndur, glaðsinna og gat blandað ljúfu geði við alla, sem hann hafði samskipti við. Hann var gamansamur og glettinn, orðheppinn og skjótur til andsvara, án þess að broddur fylgdi. Þorsteinn var Þorsteinn Stefánsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.